Enski boltinn

Terry ætlar aldrei að yfirgefa Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
John Terry, fyrirliði Chelsea, sér ekki fyrir sér að hann muni nokkru sinni fara frá félaginu.

Terry er í dag 31 árs gamall og hefur verið hjá félaginu alla sína tíð. Honum hefur þó oft vegnað betur en einmitt þetta tímabilið en hann lætur það þó ekki á sig fá.

„Ég hef verið hér allan minn feril. Ég var svo heppinn að fá að byrja að æfa mjög ungur og fá að halda svo áfram,“ sagði Terry við enska fjölmiðla.

„Ég er mjög stoltur af því að hafa verið bara hjá einu félagi. Ég get hvort eð er ekki ímyndað mér að klæðast treyju annars félags. Ég hef náð að mynda ótrúleg tengsl við stuðningsmenn félagsins.“

„Þetta er félagið mitt og þannig verður það alltaf. Þegar ferlinum lýkur vil ég koma hingað með börnin mín á leiki liðsins.“

„Við erum ekki margir sem hafa haldið tryggð við eitt félag. Þeir eru nokkrir hjá Manchester United og svo Steven Gerrard hjá Liverpool. Við erum heldur fáliðaðir í þessum flokki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×