Enski boltinn

Tottenham ætlar að bjóða King nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að félagið ætli sér að bjóða varnarmanninum og fyrirliðanum Ledley King nýjan samning.

King getur ekkert æft vegna meiðsla og spilar bara leiki af og til fyrir félagið. Hann hefur spilað ellefu sinnum með Tottenham á leiktíðinni en núverandi samningur hans rennur út í sumar.

„Ég myndi alltaf bjóða honum nýjan samning - án nokkurs vafa," sagði Redknapp við enska fjömiðla en frá því hefur verið greint að King þurfi að spila 20 leiki á tímabilinu til að fá nýjan samning.

„Hann þarf ekki að spila 20 leiki til þess. Ef hann spilar tólf, fjórtán eða sextán leiki mun enginn skipa honum að fara vegna þess að hann náði ekki 20 leikjum."

„Ég held að það ríki mikill skiliningur á því hvað Ledley getur gert fyrir félagið. Ef hann spilar bara tíu leiki þá eru þó líkur á því að við myndum vinna þessa tíu leiki."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×