Enski boltinn

Beckham sagður vilja vera áfram í Los Angeles

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt fréttavef Sky Sports vill David Beckham frekar framlengja samning sinn við bandaríska MLS-liðið LA Galaxy heldur en að spila í Evrópu eftir áramót.

Beckham er með tilboð í höndunum frá Galaxy en einnig frá PSG í Frakklandi auk þess sem að önnur lið hafa sýnt honum áhuga.

Fjölskylda hans hefur komið sér vel fyrir í Los Angeles og hann er einnig sagður áhugasamur um að vekja áfram athygli á íþróttinni í Bandaríkjunum.

Viðræður halda þó áfram við PSG og önnur félög og samkvæmt fréttinni hefur enn engin ákvörðun verið tekin um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×