Enski boltinn

Redknapp hefur ekki efni á Tevez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur útilokað að félagið muni kaupa Carlos Tevez frá Manchester City nú í janúarmánuði.

Tevez hefur ekkert spilað með City síðan hann neitaði að koma inn á sem varamaður í leik liðsins gegn Bayern München í haust. Hann hefur ekker æft með City síðustu vikurnar og haldið til í leyfisleysi í Argentínu.

„Mér líkar vel við hann enda frábær leikmaður," sagði Redknapp við enska fjölmiðla. „Hann er frábær - býr yfir miklum hæfileikum og er baráttumaður. En við höfum ekki efni á honum og erum við ekkert að vinna í þessum málum."

„Stjórnarformaðurinn mun ekki stefna félaginu í hættu út af einum leikmanni. Laun hans yrðu stjarnfræðilega há."

Tevez þiggur um 250 þúsund pund á viku hjá City, fjórfalt meira en það sem Tottenham greiðir sínum bestu leikmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×