Innlent

Mugison Maður ársins á Bylgjunni

Mugison þakkar fyrir sig.
Mugison þakkar fyrir sig.
Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, var valinn maður ársins hjá hlustendum Bylgjunnar nú í morgun. Tilkynnt var um valið í þættinum „Reykjavík árdegis" en um stjórnartauma þar héldu þeir Kristófer Helgason, Þorgeir Ástvaldsson og Bragi Guðmundsson. Þeir eru vanari að vera í loftinu síðdegis en í dag, gamlársdag, varð breyting á.

Kosið var um þá tíu sem fengu flest atkvæðin í fyrri umferð og fór Mugison með sigur af hólmi enda með vinsælli mönnum á landinu þessa stundina. Haglél, platan hans sem kom út í haust hefur nú selst í um 30 þúsund eintökum sem eru fádæma vinsældir.

Þeir sem voru í kjöri í stafrófsröð:

Annie Mist Þórisdóttir - Crossfitmeistari

Davíð Oddsson ritstjóri

Guðmundur Felix Grétarsson - hendur.is

Guðrún Ebba Ólafsdóttir - biskupsdóttir

Heiðar Helguson - Fótboltamaður

Jóhanna Sigurðardóttir - Forsætisráðherra

Lilja Mósesdóttir - Þingmaður

Ólafur Ragnar Grímsson - Forseti

Steingrímur J. Sigfússon - Fjármálaráðherra

Örn Elías (Mugison) Guðmundsson - Tónlistarmaður

Mugison fékk flest atkvæði og hlýtur því nafnbótina Maður ársins 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×