Enski boltinn

Van Persie skaut Arsenal í fjórða sætið | Chelsea tapaði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Robin van Persie skoraði sitt 35. mark á árinu er hann skaut sínum mönnum Arsenal upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á kostnað Chelsea. Þeir bláklæddu töpuðu á heimavelli fyrir Aston Villa, 3-1.

Van Persie jafnaði með markinu félagsmet Thierry Henry sem var á meðal áhorfenda á leiknum í dag. Heiðar Helguson var hvíldur í dag og kom ekkert við sögu.

Chelsea tapaði heldur betur óvænt fyrir Aston Villa í dag eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleiknum.

Alls er sex leikjum nýlokið og lauk hinum fjórum öllum með jafntefli. Þar á meðal gerði Tottenham 1-1 jafntefli við Swansea á útivelli. Það eru góðar fréttir fyrir Manchester United sem tapaði fyrir Blackburn fyrr í dag.

Úrslit og markaskorara má finna hér neðst í fréttinni.

Didier Drogba skoraði sitt 150. mark fyrir Chelsea í dag úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Hann skoraði úr spyrnunni af öryggi og kom sínu liði í 1-0 forystu gegn Aston Villa.

Aðeins nokkrum mínútum síðan náði Villa að jafna og var Stephen Ireland þar að verki. John Terry náði að stöðva skot hans fyrst en Ireland fylgdi á eftir og kom knettinum í netið.

En svo undir lok leiksins gerðu gestirnir frá Birmingham sér lítið fyrir og skoruðu tvívegis. Fyrst Stiliyan Petrov og svo Darren Bent og niðurstaðan því 3-1 sigur fyrir Aston Villa.

Arsenal sótti nánast án afláts allan leikinn gegn QPR en skoraði ekki fyrr en í seinni hálfleik. Shaun-Wright Phillips gerði skelfileg mistök er hann gaf boltann beint á Andrey Arshavin á eigin vallarhelmingi. Arshavin lagði boltann inn á Robin van Persie sem skoraði af öryggi.

Van Persie bætti þar með met Theirry Henry en þetta var hans 35. úrvalsdeildarmark á árinu. Henry átti félagsmetið en Alan Shearer skoraði 36 mörk árið 1995 sem er met í ensku úrvalsdeildinni. Það stendur því enn.

Þess má geta að Arsenal missti Thomas Vermaelen meiddan af velli í upphafi seinni hálfleiksins.

Rafael van der Vaart kom Tottenham yfir gegn Swansea í Wales með marki undir lok fyrri hálfleiksins - hans áttunda á tímabilinu. En Scott Sinclair jafnaði metin fyrir heimamenn undir lok leiksins og þar við sat.

Scott Parker fór meiddur af velli í seinni hálfleik hjá Tottenham sem eru slæm tíðindi fyrir liðið enda hefur hann verið frábær á tíambilinu.

Sam Ricketts hefur verið frá vegna meiðsla síðan í febrúar en var í byrjunarliði Bolton í dag. Hann kom liðinu yfir með glæsilegu marki snemma í leik liðsins gegn Wolves og fagnaði þannig endurkomu sinni á viðeigandi máta.

Wolves náði að jafna metin í upphafi seinni hálfleiksins - Steven Fletcher gerði það með skalla eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu. 1-1 jafntefli varð niðurstaða leiksins en Grétar Rafn Steinsson, sem lék allan leikinn í liði Bolton, komst nálægt því að skora.

Stoke og Wigan skildu jöfn, 2-2, í skrautlegum leik þar sem Gary Caldwell, leikmaður Wigan, var rekinn af velli fyrir að verja boltann með höndinni í eigin markteig. Wigan náði þó jafntefli þökk sé marki Ben Watson úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

Fulham mistókst að nýta sér mikla yfirburði framan af gegn Norwich í dag og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli. Simeon Jackson skoraði jöfnunarmark Fulham í uppbótartíma

Úrslit og markaskorarar:

ARSENAL - QUEENS PARK RANGERS 1-0

1-0 Robin van Persie (59.).

BOLTON WANDERERS - WOLVERHAMPTON WANDERERS 1-1

1-0 Sam Ricketts (21.), 1-1 Steven Fletcher (48.).

CHELSEA - ASTON VILLA 1-3

1-0 Didier Drogba (22.), 1-1 Stephen Ireland (27.), 1-2 Stilian Petrov (82.), 1-3 Darren Bent (85.).

NORWICH CITY - FULHAM 1-1

0-1 Orlando (6.), 1-1 Simeon Jackson (93.).

SWANSEA CITY - TOTTENHAM HOTSPUR 1-1

0-1 Rafael van der Vaart (43.), 1-1 Scott Sinclair (83.)

STOKE CITY - WIGAN ATHLETIC 2-2

0-1 Victor Moses (44.), 1-1 Jonathan Walters (76.), 2-1 Cameron Jerome (83.), 2-2 Ben Watson (86.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×