Van Persie skaut Arsenal í fjórða sætið | Chelsea tapaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. desember 2011 00:01 Nordic Photos / Getty Images Robin van Persie skoraði sitt 35. mark á árinu er hann skaut sínum mönnum Arsenal upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á kostnað Chelsea. Þeir bláklæddu töpuðu á heimavelli fyrir Aston Villa, 3-1. Van Persie jafnaði með markinu félagsmet Thierry Henry sem var á meðal áhorfenda á leiknum í dag. Heiðar Helguson var hvíldur í dag og kom ekkert við sögu. Chelsea tapaði heldur betur óvænt fyrir Aston Villa í dag eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleiknum. Alls er sex leikjum nýlokið og lauk hinum fjórum öllum með jafntefli. Þar á meðal gerði Tottenham 1-1 jafntefli við Swansea á útivelli. Það eru góðar fréttir fyrir Manchester United sem tapaði fyrir Blackburn fyrr í dag. Úrslit og markaskorara má finna hér neðst í fréttinni. Didier Drogba skoraði sitt 150. mark fyrir Chelsea í dag úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Hann skoraði úr spyrnunni af öryggi og kom sínu liði í 1-0 forystu gegn Aston Villa. Aðeins nokkrum mínútum síðan náði Villa að jafna og var Stephen Ireland þar að verki. John Terry náði að stöðva skot hans fyrst en Ireland fylgdi á eftir og kom knettinum í netið. En svo undir lok leiksins gerðu gestirnir frá Birmingham sér lítið fyrir og skoruðu tvívegis. Fyrst Stiliyan Petrov og svo Darren Bent og niðurstaðan því 3-1 sigur fyrir Aston Villa. Arsenal sótti nánast án afláts allan leikinn gegn QPR en skoraði ekki fyrr en í seinni hálfleik. Shaun-Wright Phillips gerði skelfileg mistök er hann gaf boltann beint á Andrey Arshavin á eigin vallarhelmingi. Arshavin lagði boltann inn á Robin van Persie sem skoraði af öryggi. Van Persie bætti þar með met Theirry Henry en þetta var hans 35. úrvalsdeildarmark á árinu. Henry átti félagsmetið en Alan Shearer skoraði 36 mörk árið 1995 sem er met í ensku úrvalsdeildinni. Það stendur því enn. Þess má geta að Arsenal missti Thomas Vermaelen meiddan af velli í upphafi seinni hálfleiksins. Rafael van der Vaart kom Tottenham yfir gegn Swansea í Wales með marki undir lok fyrri hálfleiksins - hans áttunda á tímabilinu. En Scott Sinclair jafnaði metin fyrir heimamenn undir lok leiksins og þar við sat. Scott Parker fór meiddur af velli í seinni hálfleik hjá Tottenham sem eru slæm tíðindi fyrir liðið enda hefur hann verið frábær á tíambilinu. Sam Ricketts hefur verið frá vegna meiðsla síðan í febrúar en var í byrjunarliði Bolton í dag. Hann kom liðinu yfir með glæsilegu marki snemma í leik liðsins gegn Wolves og fagnaði þannig endurkomu sinni á viðeigandi máta. Wolves náði að jafna metin í upphafi seinni hálfleiksins - Steven Fletcher gerði það með skalla eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu. 1-1 jafntefli varð niðurstaða leiksins en Grétar Rafn Steinsson, sem lék allan leikinn í liði Bolton, komst nálægt því að skora. Stoke og Wigan skildu jöfn, 2-2, í skrautlegum leik þar sem Gary Caldwell, leikmaður Wigan, var rekinn af velli fyrir að verja boltann með höndinni í eigin markteig. Wigan náði þó jafntefli þökk sé marki Ben Watson úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Fulham mistókst að nýta sér mikla yfirburði framan af gegn Norwich í dag og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli. Simeon Jackson skoraði jöfnunarmark Fulham í uppbótartímaÚrslit og markaskorarar: ARSENAL - QUEENS PARK RANGERS 1-0 1-0 Robin van Persie (59.). BOLTON WANDERERS - WOLVERHAMPTON WANDERERS 1-1 1-0 Sam Ricketts (21.), 1-1 Steven Fletcher (48.). CHELSEA - ASTON VILLA 1-3 1-0 Didier Drogba (22.), 1-1 Stephen Ireland (27.), 1-2 Stilian Petrov (82.), 1-3 Darren Bent (85.). NORWICH CITY - FULHAM 1-1 0-1 Orlando (6.), 1-1 Simeon Jackson (93.). SWANSEA CITY - TOTTENHAM HOTSPUR 1-1 0-1 Rafael van der Vaart (43.), 1-1 Scott Sinclair (83.) STOKE CITY - WIGAN ATHLETIC 2-2 0-1 Victor Moses (44.), 1-1 Jonathan Walters (76.), 2-1 Cameron Jerome (83.), 2-2 Ben Watson (86.). Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Sjá meira
Robin van Persie skoraði sitt 35. mark á árinu er hann skaut sínum mönnum Arsenal upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á kostnað Chelsea. Þeir bláklæddu töpuðu á heimavelli fyrir Aston Villa, 3-1. Van Persie jafnaði með markinu félagsmet Thierry Henry sem var á meðal áhorfenda á leiknum í dag. Heiðar Helguson var hvíldur í dag og kom ekkert við sögu. Chelsea tapaði heldur betur óvænt fyrir Aston Villa í dag eftir að hafa komist yfir í fyrri hálfleiknum. Alls er sex leikjum nýlokið og lauk hinum fjórum öllum með jafntefli. Þar á meðal gerði Tottenham 1-1 jafntefli við Swansea á útivelli. Það eru góðar fréttir fyrir Manchester United sem tapaði fyrir Blackburn fyrr í dag. Úrslit og markaskorara má finna hér neðst í fréttinni. Didier Drogba skoraði sitt 150. mark fyrir Chelsea í dag úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Hann skoraði úr spyrnunni af öryggi og kom sínu liði í 1-0 forystu gegn Aston Villa. Aðeins nokkrum mínútum síðan náði Villa að jafna og var Stephen Ireland þar að verki. John Terry náði að stöðva skot hans fyrst en Ireland fylgdi á eftir og kom knettinum í netið. En svo undir lok leiksins gerðu gestirnir frá Birmingham sér lítið fyrir og skoruðu tvívegis. Fyrst Stiliyan Petrov og svo Darren Bent og niðurstaðan því 3-1 sigur fyrir Aston Villa. Arsenal sótti nánast án afláts allan leikinn gegn QPR en skoraði ekki fyrr en í seinni hálfleik. Shaun-Wright Phillips gerði skelfileg mistök er hann gaf boltann beint á Andrey Arshavin á eigin vallarhelmingi. Arshavin lagði boltann inn á Robin van Persie sem skoraði af öryggi. Van Persie bætti þar með met Theirry Henry en þetta var hans 35. úrvalsdeildarmark á árinu. Henry átti félagsmetið en Alan Shearer skoraði 36 mörk árið 1995 sem er met í ensku úrvalsdeildinni. Það stendur því enn. Þess má geta að Arsenal missti Thomas Vermaelen meiddan af velli í upphafi seinni hálfleiksins. Rafael van der Vaart kom Tottenham yfir gegn Swansea í Wales með marki undir lok fyrri hálfleiksins - hans áttunda á tímabilinu. En Scott Sinclair jafnaði metin fyrir heimamenn undir lok leiksins og þar við sat. Scott Parker fór meiddur af velli í seinni hálfleik hjá Tottenham sem eru slæm tíðindi fyrir liðið enda hefur hann verið frábær á tíambilinu. Sam Ricketts hefur verið frá vegna meiðsla síðan í febrúar en var í byrjunarliði Bolton í dag. Hann kom liðinu yfir með glæsilegu marki snemma í leik liðsins gegn Wolves og fagnaði þannig endurkomu sinni á viðeigandi máta. Wolves náði að jafna metin í upphafi seinni hálfleiksins - Steven Fletcher gerði það með skalla eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu. 1-1 jafntefli varð niðurstaða leiksins en Grétar Rafn Steinsson, sem lék allan leikinn í liði Bolton, komst nálægt því að skora. Stoke og Wigan skildu jöfn, 2-2, í skrautlegum leik þar sem Gary Caldwell, leikmaður Wigan, var rekinn af velli fyrir að verja boltann með höndinni í eigin markteig. Wigan náði þó jafntefli þökk sé marki Ben Watson úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Fulham mistókst að nýta sér mikla yfirburði framan af gegn Norwich í dag og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli. Simeon Jackson skoraði jöfnunarmark Fulham í uppbótartímaÚrslit og markaskorarar: ARSENAL - QUEENS PARK RANGERS 1-0 1-0 Robin van Persie (59.). BOLTON WANDERERS - WOLVERHAMPTON WANDERERS 1-1 1-0 Sam Ricketts (21.), 1-1 Steven Fletcher (48.). CHELSEA - ASTON VILLA 1-3 1-0 Didier Drogba (22.), 1-1 Stephen Ireland (27.), 1-2 Stilian Petrov (82.), 1-3 Darren Bent (85.). NORWICH CITY - FULHAM 1-1 0-1 Orlando (6.), 1-1 Simeon Jackson (93.). SWANSEA CITY - TOTTENHAM HOTSPUR 1-1 0-1 Rafael van der Vaart (43.), 1-1 Scott Sinclair (83.) STOKE CITY - WIGAN ATHLETIC 2-2 0-1 Victor Moses (44.), 1-1 Jonathan Walters (76.), 2-1 Cameron Jerome (83.), 2-2 Ben Watson (86.).
Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Sjá meira