Enski boltinn

De Gea fékk kærustuna í jólagjöf

Markvörður Manchester United, David De Gea, naut þess að fá kærustu sína, hina glæsilegu spænsku söngkonu Edurne, til sín yfir hátíðirnar. Parið er í fjarbúð þar sem Edurne syngur og dansar upp á sviði á Spáni.

Stúlkan kom yfir hátíðina og gladdist markvörðurinn gríðarlega - svo mikið að hann bauð henni um göngutúr um hverfið.

De Gea hefur ekki átt sjö dagana sæla í vetur og virðist vera að missa markmannssætið hjá United í hendur Anders Lindegaard.

Hér má svo sjá Edurne taka lagið í spænska X-Factor þar sem hún lenti í sjötta sæti. En hún er í fyrsta sæti hjá De Gea - svo mikið er víst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×