Enski boltinn

Mancini líkir Ferguson við Trapattoni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur óskað Alex Ferguson, kollega sínum hjá Manchester United, til hamingju með sjötugsafmælið á morgun.

„Ég vil fyrst og fremst óska honum til hamingju," sagði Mancini í viðtali við ítalska dagblaðið Gazzetta dello Sport. „Ferguson er eins og Trapattoni - hann býr yfir ótrúlegri ástríðu og er sterkari en aldurinn gefur til kynna."

„Ég óska honum alls hins besta - nema þá helst í ensku úrvalsdeildinni. Við viljum nefnilega vinna titilinn í þetta skiptið."

Mancini sér ekki fyrir sér að hann verði enn við störf þegar hann verður 70 ára gamall. „Þá verð ég að njóta lífsins - fjarri varamannabekknum. Ég byrjaði að spila fótbolta af alvöru fimmtán ára gamall. Ég skipti svo beint yfir í þjálfarastarfið og þegar ég verð sextugur mun ég búa yfir 45 ára reynslu í knattspyrnunn," sagði hinn 47 ára gamli Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×