Enski boltinn

Bolton hefur samþykkt tilboð Chelsea í Cahill

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Cahill er á leið til Chelsea.
Gary Cahill er á leið til Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Enski varnarmaðurinn Gary Cahill er á leið til Chelsea þar sem að Bolton hefur samþykkt tilboð félagsins í kappann. Cahill á þó sjálfur eftir að ræða um kaup og kjör.

Talið er að Chelsea greiði sjö milljónir punda fyrir kappann sem á þó aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum við Bolton. Ákveðið var að selja hann nú í stað þess að fá ekkert fyrir hann næsta sumar.

Chaill gekk til liðs við Bolton frá Aston Villa fyrir fjórum árum síðan og hefur undanfarin misseri verið orðaður við mörg stærstu lið Englands. Hann hefur þótt einn besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar og unnið sér sæti í enska landsliðinu.

Arsenal, Mancester United, Manchester City og Tottenham eru öll sögð hafa haft áhuga á kappanum en svo virðist sem að Chelsea sé að hafa betur í kapphlaupinu um hann.

Chelsea hefur átt í vandræðum með varnarleikinn í haust og verður því Cahill kærkomin viðbót við leikmannahóp liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×