Handbolti

Per Carlen rekinn frá Hamburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Schwalb hefur verið rekinn frá Hamburg.
Martin Schwalb hefur verið rekinn frá Hamburg. Nordic Photos / Getty Images
Þýsku meistararnir í Hamburg hafa ákveðið að reka sænska þjálfarann Per Carlen aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann tók við starfinu.

Carlen tók við starfinu af Martin Schwalb sem náði að gera Hamburg að þýskum meisturum í fyrsta sinn í sögu félagsins í vor.

Þýska úrvalsdeildin er komin í frí vegna EM í handbolta sem hefst í Serbíu eftir rúmar tvær vikur en Hamburg hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í haust og tapað fjórum leikjum til þessa. Liðið er í þriðja sæti deilarinnar með 28 stig en á toppnum eru Kiel (36 stig) og Füchse Berlin (31 stig).

„Við ætlum að nýta fríið til að finna lausn á þessu ástandi," sagði Schwalb sem er nú forseti félagsins og framkvæmdarstjóri.

Í Hamburg hefur sá orðrómur verið lengi á kreiki að Noka Serdarusic, sem þjálfaði Kiel í fimmtán ár, verði mögulega ráðinn sem næsti þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×