Trulli býst við miklum stuðningi við Lotus í Malasíu 6. apríl 2011 21:06 Jarno Trulli hjá Lotus liðinu er frá Ítalíu. Mynd: Gettty Images/Mark Thompson Lotus lið Heikki Kovalainen og Jarno Trulli verður á einskonar heimavelli í Malasíu um helgina, en yfirmaður liðsins, Tony Fernandez er heimamaður og hann segir liðið hafa djúp tengsl við Malasíu. Malasíska ríkisstjórnin á t.d. hlut í liðinu ásamt fleiri aðilum. Malasískir starfsmenn eru einnig hjá liðinu, sem hefur verið byggt upp á 18 mánuðum, en bílarnir eru settir saman í bækistöð Lotus liðsins í Norfolk í Englandi. Lotus liðið nýtir sér reynslu reyndra ökumanna i formi Kovalainen og Trulli. Kovalainen hefur m.a. ekið fyrir McLaren og Trulli fyrir Toyta, sem bæði hafa haft nægt fé í þróunarvinnu. „Líkamlega er þetta eitt erfiðasta mótið, ásamt Singapúr sem er líka erfitt. Þetta er mót sem við byrjuðum að undirbúa strax eftir Ástralíu. Ég kom til Malasíu strax eftir Melbourne til að venjast rakastiginu og vinn með næringafræðingi mínum til að undirbúa fyrir keppnina. Ef maður undirbýr sem almennilega, þá er þetta ekkert mál. Ég hlakka til að vera í hitanum og hann truflar mig ekkert", sagði Kovalainen um undirbúning fyrir mótið á Sepang brautinni um helgina í fréttatilkynningu frá Lotus. Trulli segist fullur eldmóðs fyrir helgina. „Við erum að keppa á heimavelli okkar og við viljum gera okkar til að áhorfendur verði stoltir af okkur. Það verður mikill stuðningur við okkur á áhorfendapöllunum. Ég hef verið hérna í viku og hef þegar séð stuðningurinn hefur vaxið frá því í fyrra", sagði Trulli. „Ég hef átt annríkt síðan ég kom og æfði í malasískum hæðum á reiðhjóli með fagmönnum héðan. Það er góður undirbúningur fyrir erfiða helgi í bílnum. Sepang brautin reynir verulega á og reynir mikið á ökumenn og bíl, en við trúum því að við séum með búnað sem ætti að hjálpa okkur hérna í Malasíu. Ég hlakka til að sjá hvernig bíllinn verður í hitanum." „Í fullkomnum heimi þá værum við færir um að gera eitthvað stórfenglegt fyrir framan heimamenn og stuðningsmenn okkar, en sjáum til. Við erum nær miðlungs liðunum, en fyrir ári síðan. En við þurfum að sækja fram veginn og við erum allir raunsæir og vinnum hörðum höndum að því að færast framar á þessu ári", sagði Trulli. Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira
Lotus lið Heikki Kovalainen og Jarno Trulli verður á einskonar heimavelli í Malasíu um helgina, en yfirmaður liðsins, Tony Fernandez er heimamaður og hann segir liðið hafa djúp tengsl við Malasíu. Malasíska ríkisstjórnin á t.d. hlut í liðinu ásamt fleiri aðilum. Malasískir starfsmenn eru einnig hjá liðinu, sem hefur verið byggt upp á 18 mánuðum, en bílarnir eru settir saman í bækistöð Lotus liðsins í Norfolk í Englandi. Lotus liðið nýtir sér reynslu reyndra ökumanna i formi Kovalainen og Trulli. Kovalainen hefur m.a. ekið fyrir McLaren og Trulli fyrir Toyta, sem bæði hafa haft nægt fé í þróunarvinnu. „Líkamlega er þetta eitt erfiðasta mótið, ásamt Singapúr sem er líka erfitt. Þetta er mót sem við byrjuðum að undirbúa strax eftir Ástralíu. Ég kom til Malasíu strax eftir Melbourne til að venjast rakastiginu og vinn með næringafræðingi mínum til að undirbúa fyrir keppnina. Ef maður undirbýr sem almennilega, þá er þetta ekkert mál. Ég hlakka til að vera í hitanum og hann truflar mig ekkert", sagði Kovalainen um undirbúning fyrir mótið á Sepang brautinni um helgina í fréttatilkynningu frá Lotus. Trulli segist fullur eldmóðs fyrir helgina. „Við erum að keppa á heimavelli okkar og við viljum gera okkar til að áhorfendur verði stoltir af okkur. Það verður mikill stuðningur við okkur á áhorfendapöllunum. Ég hef verið hérna í viku og hef þegar séð stuðningurinn hefur vaxið frá því í fyrra", sagði Trulli. „Ég hef átt annríkt síðan ég kom og æfði í malasískum hæðum á reiðhjóli með fagmönnum héðan. Það er góður undirbúningur fyrir erfiða helgi í bílnum. Sepang brautin reynir verulega á og reynir mikið á ökumenn og bíl, en við trúum því að við séum með búnað sem ætti að hjálpa okkur hérna í Malasíu. Ég hlakka til að sjá hvernig bíllinn verður í hitanum." „Í fullkomnum heimi þá værum við færir um að gera eitthvað stórfenglegt fyrir framan heimamenn og stuðningsmenn okkar, en sjáum til. Við erum nær miðlungs liðunum, en fyrir ári síðan. En við þurfum að sækja fram veginn og við erum allir raunsæir og vinnum hörðum höndum að því að færast framar á þessu ári", sagði Trulli.
Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira