Körfubolti

Keflvíkingar fyrstir til að vinna þrjá framlengda leiki í úrslitakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Þór Gunnarsson.
Magnús Þór Gunnarsson. Mynd/Daníel
Keflvíkingar urðu á mánudagkvöldið ekki bara annað liðið frá upphafi sem kemst í oddaleik eftir að hafa lent 0-2 undir í einvígi í úrslitakeppni því liðið setti einnig met með því að verða fyrsta liðið sem nær að vinna þrjá framlengda leiki í einni og sömu úrslitakeppninni.

Keflvíkingar hafa unnið alla þessa framlengdu leiki þar sem tap hefur þýtt sumarfrí. Þeir unnu 95-90 sigur á ÍR í framlengdum oddaleik í átta liða úrslitunum og hafa síðan unnið tvö síðustu leiki sína á móti KR í framlengingu. KR komst í 2-0 í undanúrslitaeinvígi liðanna og vantaði því bara einn sigur til viðbótar til þess að komast í lokaúrslitin.

Alls höfðu sjö önnur lið náð því að vinna tvo framlengda leiki í einni og sömu úrslitakeppninni en þar af hafði aðeins eitt annað lið náð þessu frá og með árinu 2002. KR-liðið frá 2007 náði síðast að vinna tvo framlengda leiki en KR-ingar unnu síðan Íslandsmeistaratitilinn alveg eins og Njarðvík (2001) og Keflavík (1999) gerðu á sínum tíma.

Það er í raun aðeins tvö lið sem hafa ekki orðið Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið tvo framlengda leiki í úrslitakeppni en það eru lið Skagamanna fra´1998 og lið Hauka frá 1985. Bæði áttu þau lið það sameiginlegt, ólíkt hinum fimm liðunum sem urðu meistarar, að hafa líka tapað einum leik í framlengingu í sömu úrslitakeppni.



Flestir sigrar eftir framlengingu í einni úrslitakeppni3 - Keflavík, 2011 (3 sigrar, 0 töp)

2 - Haukar, 1985 (2 sigrar, 1 tap)

2 - Haukar, 1988 (2 sigrar, 0 töp) - Íslandsmeistarar

2 - Njarðvík, 1995 (2 sigrar, 0 töp)- Íslandsmeistarar

2 - ÍA, 1998 (2 sigrar, 1 tap)

2 - Keflavík, 1999 (2 sigrar, 0 töp)- Íslandsmeistarar

2 - Njarðvík, 2001 (2 sigrar, 0 töp)- Íslandsmeistarar

2 - KR, 2007 (2 sigrar, 0 töp)- Íslandsmeistarar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×