Hljómsveitin Agent Fresco kemur fram á Hróarskeldu 6. apríl 2011 07:00 "Hróarskelda er búin að vera í uppáhaldi ógeðslega lengi. Ég hef farið fimm eða sex sinnum á hátíðina," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Agent Fresco kemur fram á Hróarskelduhátíðinni sem fer fram í Danmörku 30. júní til 3. júlí. Hljómsveitin er enn sem komið er sú eina frá Íslandi sem hefur verið bókuð á hátíðina í ár, en í fyrra komu hljómsveitirnar FM Belfast og Sólstafir þar fram og árið þar áður voru Hjaltalín og Kira Kira fulltrúar íslensku þjóðarinnar á þessari stærstu tónlistarhátíð Danmerkur. Arnór segir að hátíðin verði mikilvægur hlekkur í skipulagi Agent Fresco í sumar, en hljómsveitin stefnir á að vera á tónleikaferðalagi um Evrópu stærstan hluta sumarsins. "Við byggjum túrinn þá í kringum hátíðina," segir Arnór. "Þetta er svo frábær hátíð og það hjálpar nú þegar við erum að stíga fyrstu skrefin í Evrópu að koma þar fram – við ætlum að láta í okkur heyra í fyrsta skipti í Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Sviss." Fulltrúi Hróarskeldu mætti á Iceland Airwaves í október á síðasta ári og sendi strákunum í Agent Fresco póst eftir hátíðina. Þeir komu til hans plötu í gegnum vin Arnórs í Danmörku og skömmu síðar fengu þeir annan póst með boði um að koma fram á Hróarskeldu. Agent Fresco kemur fram í Pavilion Junior-tjaldinu, en á vefsíðu hátíðarinnar er talað um að hljómsveitir framtíðarinnar komi þar fram. "Vonandi opnar þetta dyrnar að einhverju stærra," segir Arnór. "Það komast margir í þetta tjald og það er alltaf vel mætt. Það yrði tryllt að fá marga áhorfendur." Strákarnir í Agent Fresco eru allir miklir áhugamenn um Hróarskelduhátíðina og Arnór segir þá ætla að vera eins lengi og þeir geta á hátíðinni. "Við skoðuðum strax hvort það sé séns að vera aðeins lengur á hátíðinni – að minnsta kosti í einn dag," segir Arnór. "Það versta við að vera í hljómsveit er að maður fær engan tíma til að sjá hinar hljómsveitirnar. Vonum að það reddist. Ég vona líka að ég nái að kíkja til mömmu í mat." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
"Hróarskelda er búin að vera í uppáhaldi ógeðslega lengi. Ég hef farið fimm eða sex sinnum á hátíðina," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Agent Fresco kemur fram á Hróarskelduhátíðinni sem fer fram í Danmörku 30. júní til 3. júlí. Hljómsveitin er enn sem komið er sú eina frá Íslandi sem hefur verið bókuð á hátíðina í ár, en í fyrra komu hljómsveitirnar FM Belfast og Sólstafir þar fram og árið þar áður voru Hjaltalín og Kira Kira fulltrúar íslensku þjóðarinnar á þessari stærstu tónlistarhátíð Danmerkur. Arnór segir að hátíðin verði mikilvægur hlekkur í skipulagi Agent Fresco í sumar, en hljómsveitin stefnir á að vera á tónleikaferðalagi um Evrópu stærstan hluta sumarsins. "Við byggjum túrinn þá í kringum hátíðina," segir Arnór. "Þetta er svo frábær hátíð og það hjálpar nú þegar við erum að stíga fyrstu skrefin í Evrópu að koma þar fram – við ætlum að láta í okkur heyra í fyrsta skipti í Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Sviss." Fulltrúi Hróarskeldu mætti á Iceland Airwaves í október á síðasta ári og sendi strákunum í Agent Fresco póst eftir hátíðina. Þeir komu til hans plötu í gegnum vin Arnórs í Danmörku og skömmu síðar fengu þeir annan póst með boði um að koma fram á Hróarskeldu. Agent Fresco kemur fram í Pavilion Junior-tjaldinu, en á vefsíðu hátíðarinnar er talað um að hljómsveitir framtíðarinnar komi þar fram. "Vonandi opnar þetta dyrnar að einhverju stærra," segir Arnór. "Það komast margir í þetta tjald og það er alltaf vel mætt. Það yrði tryllt að fá marga áhorfendur." Strákarnir í Agent Fresco eru allir miklir áhugamenn um Hróarskelduhátíðina og Arnór segir þá ætla að vera eins lengi og þeir geta á hátíðinni. "Við skoðuðum strax hvort það sé séns að vera aðeins lengur á hátíðinni – að minnsta kosti í einn dag," segir Arnór. "Það versta við að vera í hljómsveit er að maður fær engan tíma til að sjá hinar hljómsveitirnar. Vonum að það reddist. Ég vona líka að ég nái að kíkja til mömmu í mat." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp