Innlent

Barnaverndaryfirvöld aðhafast ekki frekar

Móðirinn hélt að faðirinn hefði komið barninu fyrir í bílnum og faðirinn stóð í sömu trú.
Móðirinn hélt að faðirinn hefði komið barninu fyrir í bílnum og faðirinn stóð í sömu trú. Sviðsett mynd
Barnaverndaryfirvöld á Seltjarnarnesi ætla ekki að aðhafast frekar í máli foreldra sem gleymdu barninu sínu úti í tæplega klukkustund við Austurströnd klukkan hálfsjö í gærmorgun. 

Leigubílsstjóri fann barnið og kom því í hendur lögreglu.

Sigrún Hvanndal Magnúsdóttir yfirfélagsráðgjafi  hjá barnaverndaryfirvöldum bæjarins segir að foreldrarnir hafi verið í miklu áfalli þegar þau hafi áttað sig á því að barnið var ekki í bílnum. Þau hafi verið að hlaða bílinn af blöðum snemma morguns í mikilli tímaþröng.  Móðirinn hélt að faðirinn hefði komið barninu fyrir í bílnum og faðirinn stóð í sömu trú.

Sigrún segir barnið vera vel haldið líkamlega og umönnun á því sé til fyrirmyndar. Röð atvika og eðlilegar skýringar hafi verið á þessu máli. Því sé ekki ástæða til að aðhafast frekar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×