Innlent

Íslandsdagurinn í Tallin á sunnudag

Ólafur Ragnar flytur ávarp við setninguna
Ólafur Ragnar flytur ávarp við setninguna GVA
Íslandsdagurinn verður haldinn í Tallinn, höfuðborg Eistlands, á sunnudag, í tilefni þess að Íslendingar urðu fyrstir allra þjóða til að viðurkenna fullt sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna fyrir tuttugu árum síðan.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun setja hátíðina með ávarpi á miðnætti þegar Íslandsdagurinn gengur í garð.

Forseti Íslands mun síðdegis á morgun, laugardaginn 20. ágúst, eiga fund með forseta Eistlands, Toomas Hendrik Ilves, sem setur sönghátíðina síðar um kvöldið. Forseti Íslands mun einnig sitja kvöldverðarboð Eistlandsforseta.

Fjölmargir íslenskir tónlistarmenn og kórar taka þátt í Íslandsdeginum, opnaðar verða sýningar á íslenskri hönnun og ljósmyndum frá Íslandi. Einnig verður kynning á íslenskum mat. Viðburðirnir eru skipulagðir víða um Tallinn, höfuðborg Eistlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×