Innlent

Griffill með ódýrustu bækurnar

Oft er mikill verðmunur á sömu bókinni á sitthvorum staðnum.
Oft er mikill verðmunur á sömu bókinni á sitthvorum staðnum.
Verðlagseftirlit ASÍ gerði könnun á verði skólabóka síðastliðinn miðvikudag. Griffill var með lægsta verðið á 20 titlum af þeim 30 sem skoðaðir voru. Penninn Eymundson var dýrastur í 27 tilfellum.

Jafnt voru skoðaðar nýjar og notaðar bækur. Verðmunurinn á nýjum bókum og notuðum var mikill, allt upp í 260%.

Námsmenn ættu að huga vel að því hvaða skiptibókamarkað þeir velja til að finna sér ódýrar bækur, enda var verðmunur milli markaða jafnan frá 50% og upp.

Fram skal tekið að í þessari könnun var aðeins um beinan verðsamanburð að ræða. Ekki var lagt mat á gæði þjónustu eða ástand bóka. Námsmenn ættu jafnframt að hafa hugfast að verð á notuðum skólabókum getur breyst skart í upphafi árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×