Innlent

Chomsky talar í HÍ

Dr. Noam Chomsky
Dr. Noam Chomsky
Dr. Noam Chomsky heldur fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands (HÍ) 9. september. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „The two 9/11s: Their historical significance" en Chomsky hyggst fjalla um stöðu heimsmálanna, lýðræði, vald og ofbeldi. Fyrirlesturinn fer fram á ensku, verður haldinn í stóra salnum í Háskólabíó og er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Chomsky er bandarískur rithöfundur og heimsþekktur samfélagsrýnir. Hann er og einn fremsti málvísindamaður sem uppi hefur verið, en stefna hans hefur valdið straumhvörfum í því fagi. Hann verður öndvegisfyrirlesari Hugvísindasviðs á aldarafmæli HÍ.

Nánari upplýsingar má nálgast hér: http://www.hi.is/frettir/dr_noam_chomsky_flytur_erindi_i_hi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×