Innlent

Mikið þarf til að afstýra verkfalli

Ekkert nýtt kom fram á fundinum í dag, að sögn formanns Félags leikskólakennara
Ekkert nýtt kom fram á fundinum í dag, að sögn formanns Félags leikskólakennara Mynd úr safni
Fundi sem fullrúar leikskólakennara áttu með samninganefnd sveitarfélaganna í Karphúsinu í dag er lokið, án niðurstöðu. Boðað hefur verið til annars samningafundar á morgun klukkan ellefu.

Haraldur F. Gíslason, formaður Félag leikskólakennara, segir ekkert nýtt hafa komið fram á fundinum og að engin sátt sé í sjónmáli. „Þetta er ekki skemmtileg staða en sólin kemur upp á morgun," segir hann.

Að sögn Haraldar verður reynt til þrautar að ná samningum um helgina en segir að mikið þurfi til að afstýra verkfalli, en eins og kunnugt er ber samningsaðilum mikið á milli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×