Innlent

KÍ krefst samninga

"Sveitarfélögunum ber að standa við gefin fyrirheit,“ segir Þórður Á. Hjaltested, formaður KÍ.
"Sveitarfélögunum ber að standa við gefin fyrirheit,“ segir Þórður Á. Hjaltested, formaður KÍ.
Kennarasambandið Íslands krefst þess að gengið verði til samninga við Félag leikskólakennara og verkfalli afstýrt. Leikskólakennarar fara fram á sanngjarna leiðréttingu launa. Þetta kemur fram í ályktun sem Kennarasambandið sendi frá sér í morgun.

Í ljósi þeirrar stefnu sem mótuð var í byrjun síðasta áratugar, að laun kennarahópa ættu að vera sambærileg, geta sveitarfélögin ekki dregið það lengur að semja við leikskólakennara, segir Kennarasambandið sem fordæmir og tilburði sveitafélaganna til verkfallsbrota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×