Hver er besta haustflugan í laxinn? Karl Lúðvíksson skrifar 19. ágúst 2011 10:43 White wing hefur alltaf verið talin mjög gjöful fluga á haustinn. Hér er erlent afbrigði af henni Þegar líður á haustið breytist valið á flugum sem er kastað fyrir lax. Það eru margir sem vilja meina að lax sjá liti vel, og við erum ekki að rengja það, aðrir sem vilja meina að stærð og framsetning flugunnar fyrir laxinn sé það sem skipti mestu máli. Hvernig getur þá staðið á sögum veiðimanna sem hafa staðið við hylji og lamið með þekktum flugum og ekkert gengið, en þegar einhver ljót fluga ólík öllu sem hefur verið kastað á laxinn þann daginn fer út í þá verður allt vitlaust og laxinn tekur eins og enginn sé morgundagurinn? Heppni og tilviljun?Black Ghost er einföld fluga sem hefur gefið vel t.d. í Ytri Rangá á haustinnVið ræddum málin við nokkra veiðimenn og sáum að það var ákveðinn samnefnari í fluguvali þessarar manna á haustinn. Fyrir utan flugur sem virðast virka allt tímabilið eins og rauður frances, svartur frances, þýsk snælda, Undertaker o.fl. þá tókum við 3 flugur sem voru nefndar hjá þeim öllum þegar kom að vali á haustflugu. Fyrsta skal nefna White Wing. Þessari flugu kynntist ég sjálfur vel í Grímsá í haustveiðinni og fékk ég hana afhenta með því loforði að segja ekki frá því. Síðan eru liðin 15 ár og ég vill meina að fyrningarfrestur þessa leyndarmáls sé nú úti. Flugan er einföld í hnýtingu og hefur gefið mörgum góða veiði þegar skyggja tekur. Kannski er það hvíti vængurinn, hver veit. Þessa áttu að hafa í boxinu þínu fyrir næsta túr. Síðan er það Black Ghost. Þessi hefur verið notuð í gegnum áin með frábærum árangri í Ytri Rangá á haustinn og svo veiðin hefur hún stundum verið að þeir sem voru með hana undir veiddu 70% af dagsveiðinni á 4 stangir af 20 í ánni. Og oft á stöðum sem voru ekki að gefa mikið. Hún er veiðin á haustin, það er bara svo einfalt. Best þykir hún þyngd með conehead og er gjarnan veidd með sökkenda. En það fer þó eftir ánni, vatnshraða og dýpi. En hún virkar!Thunder and Lighting, veiðileg fluga í haustveiðinaSíðast en ekki síst má nefna Thunder & Lighting. Þessi rómaða fluga var uppáhald flestra þeirra sem gáfu okkur ráð þegar kom að vali á haustflugu og þykir hún sérstaklega skæð í t.d. Norðurá, Þverá, Langá og Haffjarðará. Hún er hnýtt, eins og margar flugur bæði í hár og fjaðraútgáfu og það hefur ekki skipt máli hvor er notuð. það sem skiptir mestu máli að sögn veiðimanna er að litasamsetningin þarf að vera rétt. Þessar flugur eiga að vera í öllum fluguboxum fyrir haustið og ef þú lumar á einni sem gefur þér vel og vilt deila því með okkur, sendu póst á kalli@365.is Góða veiði! Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði
Þegar líður á haustið breytist valið á flugum sem er kastað fyrir lax. Það eru margir sem vilja meina að lax sjá liti vel, og við erum ekki að rengja það, aðrir sem vilja meina að stærð og framsetning flugunnar fyrir laxinn sé það sem skipti mestu máli. Hvernig getur þá staðið á sögum veiðimanna sem hafa staðið við hylji og lamið með þekktum flugum og ekkert gengið, en þegar einhver ljót fluga ólík öllu sem hefur verið kastað á laxinn þann daginn fer út í þá verður allt vitlaust og laxinn tekur eins og enginn sé morgundagurinn? Heppni og tilviljun?Black Ghost er einföld fluga sem hefur gefið vel t.d. í Ytri Rangá á haustinnVið ræddum málin við nokkra veiðimenn og sáum að það var ákveðinn samnefnari í fluguvali þessarar manna á haustinn. Fyrir utan flugur sem virðast virka allt tímabilið eins og rauður frances, svartur frances, þýsk snælda, Undertaker o.fl. þá tókum við 3 flugur sem voru nefndar hjá þeim öllum þegar kom að vali á haustflugu. Fyrsta skal nefna White Wing. Þessari flugu kynntist ég sjálfur vel í Grímsá í haustveiðinni og fékk ég hana afhenta með því loforði að segja ekki frá því. Síðan eru liðin 15 ár og ég vill meina að fyrningarfrestur þessa leyndarmáls sé nú úti. Flugan er einföld í hnýtingu og hefur gefið mörgum góða veiði þegar skyggja tekur. Kannski er það hvíti vængurinn, hver veit. Þessa áttu að hafa í boxinu þínu fyrir næsta túr. Síðan er það Black Ghost. Þessi hefur verið notuð í gegnum áin með frábærum árangri í Ytri Rangá á haustinn og svo veiðin hefur hún stundum verið að þeir sem voru með hana undir veiddu 70% af dagsveiðinni á 4 stangir af 20 í ánni. Og oft á stöðum sem voru ekki að gefa mikið. Hún er veiðin á haustin, það er bara svo einfalt. Best þykir hún þyngd með conehead og er gjarnan veidd með sökkenda. En það fer þó eftir ánni, vatnshraða og dýpi. En hún virkar!Thunder and Lighting, veiðileg fluga í haustveiðinaSíðast en ekki síst má nefna Thunder & Lighting. Þessi rómaða fluga var uppáhald flestra þeirra sem gáfu okkur ráð þegar kom að vali á haustflugu og þykir hún sérstaklega skæð í t.d. Norðurá, Þverá, Langá og Haffjarðará. Hún er hnýtt, eins og margar flugur bæði í hár og fjaðraútgáfu og það hefur ekki skipt máli hvor er notuð. það sem skiptir mestu máli að sögn veiðimanna er að litasamsetningin þarf að vera rétt. Þessar flugur eiga að vera í öllum fluguboxum fyrir haustið og ef þú lumar á einni sem gefur þér vel og vilt deila því með okkur, sendu póst á kalli@365.is Góða veiði!
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði