Innlent

Seinasta síldarbræðslan rifin

Siglufjörður. Mynd úr safni.
Siglufjörður. Mynd úr safni.
Nú er verið að rífa síðustu loðnu- og síldarbræðslu Siglufjarðar. Niðurrif þessarar stærstu fiskimjölsverksmiðju Íslands ber upp á hundrað ára afmæli fiskimjölsiðnaðar landsins. Síldarvinnslan á Neskaupsstað, núverandi eigandi verksmiðjunnar, hefur selt allan tækjabúnað til Spánar.

Á síldarárunum var Siglufjörður helsti síldarbær landsins með nokkrar síldarbræðslur og yfir 20 söltunarstöðvar. Þetta niðurrif síðustu bræðslunnar markar því ákveðin tímamót, enda er ætlunin að minnast þess með farandsýningu og málþingi að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×