Innlent

93% þjóðarinnar styðja leikskólakennara

Leikskólakennarar njóta mikils stuðnings meðal almennings í kjarabaráttu sinni en 93% landsmanna vilja að laun leikskólakennara verði hækkuð til að komast megi hjá verkfalli. Þetta er niðurstaða nýrrar viðhorfskönnunar MMR. Stuðningur við hækkun launa leikskólakennara er afgerandi hjá kjósendum allra flokka.

Aðeins fjögur prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust frekar andvíg því að laun leikskólakennara verði hækkuð og 2,9 prósent svarenda eru því mjög andvígir.

Þá eru 67,4 prósent mjög fylgjandi launahækkun og styðja boðað verkfall, en 25,7 prósent sögðust því frekar fylgjandi.

Stuðningur er afgerandi við launahækkunina hjá fólki í öllum stjórnmálaflokkun, hann er þó mestur hjá kjósendum Vinstri grænna en minnstur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokknum.

Samkvæmt könnuninni var stuðningur við launahækkanir til handa leikskólakennurum svo afstýra mætti verkfalli nokkuð almennur. Það sést til dæmis þegar svör við spurningunni eru skoðuð eftir stuðningi fólks við stjórnmálaflokka. Þar kom í ljós að 98,0% Samfylkingarfólks, 99,0% Vinstri-grænna, 90,3% framsóknarfólks og 86,7% sjálfstæðisfólks sögðust mjög eða frekar fylgjandi launahækkun til leikstólakennara svo komast mætti hjá verkfalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×