Innlent

Útlit fyrir verkfall á mánudag

Haraldur Freyr Gíslason
Haraldur Freyr Gíslason
Ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum leikskólakennara og sveitarfélaga. Að öðru óbreyttu hefst verkfall á mánudag. Reynt verður til þrautar að ná sáttum og hefur verið boðað til fundar klukkan tíu í dag.

Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, sagðist í samtali við Vísi mundu mæta á fundinn. Mikill hiti væri í félagsmönnum, sú staðreynd að 96 prósent hefðu greitt atkvæði með verkfalli segði allt um það.

Mörg fyrirtæki búa sig undir verkfall enda ljóst að það hefði mikil áhrif á barnafólk. Til að mynda hafa forsvarsmenn tölvuleikjaframleiðandans CCP ákveðið að koma upp barnagæslu í höfuðstöðvum fyrirtækisins, komi upp verkfall. Þar myndu starfsmenn fyrirtækisins sjálfir sjá um að passa börnin.- sv /sjá síðu 10




Fleiri fréttir

Sjá meira


×