Innlent

Afkomubrestur skyggir á veiði

Veiði á gæs hefur aukist síðustu ár.
Veiði á gæs hefur aukist síðustu ár. mynd/AÞS
Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs hefst á morgun á sama tíma og útlit er fyrir að afkomubrestur hafi orðið hjá báðum stofnunum vegna óblíðrar veðráttu framan af sumri.

Í tilkynningu frá umhverfisstofnun segir að þegar um 90 prósent af veiðiskýrslum fyrir árið 2010 hafa skilað sér þá er skráð heildarveiði á grágæs um 46 þúsund fuglar og á heiðagæs um 17 þúsund fuglar. Árið 2009 var veiðin samkvæmt veiðiskýrslum tæpar 60.000 grágæsir og um 20.000 heiðagæsir.

Helsingja er leyfilegt að veiða frá 1. september utan Skaftafellssýslna þar sem veiði hefst 25. september. Blesgæs er alfriðuð. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×