Innlent

Borgin bjargar Ísaksskóla

Skólinn var stofnaður 1926, starfsmenn eru um 40 og nemendur eru 243.fréttablaðið/Vilhelm
Skólinn var stofnaður 1926, starfsmenn eru um 40 og nemendur eru 243.fréttablaðið/Vilhelm
Borgarráð hefur samþykkt að kaupa fasteignir Skóla Ísaks Jónssonar. Kaupverðið er 184 milljónir króna. Borgarráð samþykkti jafnframt að heimila að leigja skólanum áfram fasteignirnar undir starfsemi sína.

Rekstur skólans hefur verið erfiður síðustu ár, einkum vegna mikilla skulda við Landsbankann. Nú liggur fyrir tilboð frá Landsbankanum um 76 milljóna afskrift á skuldum skólans, verði þær greiddar upp að fullu. Kaupverðið mun skólinn nota til að gera upp skuldir sínar. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×