Innlent

26,7% bera lítið traust til Landlæknisembættis

Geir Gunnlaugsson, landlæknir.
Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Mynd/Anton
26,7% landsmanna segjast bera lítið traust til Landslæknisembættisins samkvæmt nýrri könnun sem framkvæmd var af MMR dagana 9.-15. júní.

Nokkur munur var á afstöðu fólks eftir aldri, menntun, starfstétt og tekjum en 30,5% þeirra sem voru í aldurshópnum 50-67 ára sögðust bera lítið traust til embættisins borið saman við 21,2% þeirra sem voru í aldurshópnum 18-29 ára. Þá sögðust 18,7% sérfræðinga sem tóku afstöðu bera lítið traust til Landslæknisembættisins á móti 38% iðnaðarmanna.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 21,1% þeirra sem hafa hæstu tekjurnar (800 þúsund eða hærra) bera lítið traust til embættisins samanborið við 32% þeirra sem eru með 250-399 þúsund í heimilistekjur á mánuði.

Heildarfjöldi svarenda var 867 einstaklingar eða 93,2% aðspurðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×