Í dag ræðst hvort kjarasamningar halda 21. júní 2011 05:30 Vilmundur Jósefsson Gylfi Arnbjörnsson Samtök atvinnulífsins taka ákvörðun um það í dag hvort kjarasamningarnir sem skrifað var undir í maí verða látnir gilda til þriggja ára eða einungis fram yfir næstu áramót. Alþýðusamband Íslands telur ekki ástæðu til að slíta samstarfinu við stjórnvöld. „Við tökum ekki endanlega ákvörðun fyrr en á morgun [í dag] en það hefur náðst árangur í dag. Hvort það nægir til að við föllumst á þriggja ára samninga kemur í ljós en þetta hefur í það minnsta þokast í áttina,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA. Hann segir koma til greina að halda áfram með samningana að gefnum fyrirvörum en það þurfi þó ekki að vera. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ekki ástæðu til að slíta samstarfinu við stjórnvöld en leggur þó áherslu á að meira verði að gera til að örva hagvöxt og atvinnu. „Hljóðið í okkur er ágætt. Við funduðum með ríkisstjórninni fyrir helgi og okkur finnst stjórnvöld hafa staðið við sitt þegar kemur að lagasetningu. Hins vegar hefur orðið seinagangur á því að móta og kynna stefnu í ríkisfjármálum og þá aðallega að setja fram hagvaxtar- og fjárfestingaáætlun,“ segir Gylfi og bætir við að gert sé ráð fyrir endurskoðun á kjarasamningunum í janúar á næsta ári og svo aftur árið 2013. Því sé ekki ástæða til að láta ekki til gildistökunnar koma núna. Samkvæmt samningunum sem ritað var undir í síðasta mánuði þurfa aðilar vinnumarkaðarins að taka ákvörðun í síðasta lagi í dag um hvort samningarnir verði látnir gilda til þriggja ára, eins og stefnt var að, eða hvort þeir gilda einungis fram yfir áramót. Ákvörðun SA ætti að ligga fyrir um miðjan daginn að sögn Vilmundar.- mþl Fréttir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson Samtök atvinnulífsins taka ákvörðun um það í dag hvort kjarasamningarnir sem skrifað var undir í maí verða látnir gilda til þriggja ára eða einungis fram yfir næstu áramót. Alþýðusamband Íslands telur ekki ástæðu til að slíta samstarfinu við stjórnvöld. „Við tökum ekki endanlega ákvörðun fyrr en á morgun [í dag] en það hefur náðst árangur í dag. Hvort það nægir til að við föllumst á þriggja ára samninga kemur í ljós en þetta hefur í það minnsta þokast í áttina,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA. Hann segir koma til greina að halda áfram með samningana að gefnum fyrirvörum en það þurfi þó ekki að vera. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ekki ástæðu til að slíta samstarfinu við stjórnvöld en leggur þó áherslu á að meira verði að gera til að örva hagvöxt og atvinnu. „Hljóðið í okkur er ágætt. Við funduðum með ríkisstjórninni fyrir helgi og okkur finnst stjórnvöld hafa staðið við sitt þegar kemur að lagasetningu. Hins vegar hefur orðið seinagangur á því að móta og kynna stefnu í ríkisfjármálum og þá aðallega að setja fram hagvaxtar- og fjárfestingaáætlun,“ segir Gylfi og bætir við að gert sé ráð fyrir endurskoðun á kjarasamningunum í janúar á næsta ári og svo aftur árið 2013. Því sé ekki ástæða til að láta ekki til gildistökunnar koma núna. Samkvæmt samningunum sem ritað var undir í síðasta mánuði þurfa aðilar vinnumarkaðarins að taka ákvörðun í síðasta lagi í dag um hvort samningarnir verði látnir gilda til þriggja ára, eins og stefnt var að, eða hvort þeir gilda einungis fram yfir áramót. Ákvörðun SA ætti að ligga fyrir um miðjan daginn að sögn Vilmundar.- mþl
Fréttir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira