Iceland Express seint í 64 prósentum tilvika 21. júní 2011 06:00 Iceland Express stendur sig illa í að halda áætlun miðað við helstu flugfélög í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þetta kemur fram í tölum Isavia ohf. sem rekur íslenska flugvelli. Fréttablaðið hefur undir höndum upplýsingar um frammistöðu flugfélaganna í að halda áætlun á Keflavíkurflugvelli sumarmánuðina þrjá í fyrra. Samkvæmt þeim stóð Astraeus, flugfélagið sem annast áætlunarflug fyrir Iceland Express, sig áberandi verst allra að þessu leyti. Á alþjóðlega vísu er miðað við að flugfélög hafi haldið áætlun ef seinkun er undir 15 mínútum. Af 823 brottförum hjá Iceland Express stóðst 351, eða aðeins 42,6 prósent, þennan mælikvarða í júní, júlí og ágúst í fyrra. Staðan er enn verri þegar litið er til komutíma. Þá voru aðeins 29,7 prósent af vélum félagins minna en 15 mínútur á eftir áætlun. Samanlagt átti Astraeus 1.644 lendingar og brottfarir á þessu tímabili og voru aðeins 592, eða 36,2 prósent á áætlun. Helsti keppinautur Iceland Express er Icelandair, sem hefur mun betri tölfræði að þessu leyti. Samtals átti Icelandair 4.963 lendingar og brottfarir á fyrrnefndu tímabili. Af þeim voru 3.663, eða 73,8 prósent, á áætlun. Því eru hlutfallslega helmingi fleiri flug á áætlun hjá Icelandair en hjá Iceland Express. Þá kemur fram að heill þriðjungur af brottförum Iceland Express frá Keflavíkurflugvelli í fyrrasumar er skilgreindur með „óhóflega" seinkun. Það þýðir að vélarnar voru 45 mínútum eða meira of seinar í loftið. Sambærileg tala fyrir Icelandair var 4,9 prósent. Nokkur önnur félög voru með áætlunarflug til Íslands í fyrrasumar. Aðeins tvö þeirra, SAS og Air Berlin, áttu fleiri en eitt hundrað samanlagðar brottfarir og lendingar, SAS með samtals 211 og Air Berlin með samtals 193. SAS hélt áætlun í 93,3 prósentum tilvika og Air Berlin í 74,1 prósenti tilvika. Fram kom á fundi samræmingarnefndar í fyrrahaust að vandamál væri hversu lítt Astraeus stæðist áætlanir og hversu illa félagið stæði sig í að upplýsa vallaryfirvöld um tafir. Ekki fást nýrri upplýsingar frá Isavia en þær sem hér er vísað til. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig um það hvernig málin hafi þróast frá því í fyrra. Svör fengust heldur ekki hjá Iceland Express í gær. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar eru miklar seinkanir á áætlun félagins viðvarandi þessa dagana. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Iceland Express stendur sig illa í að halda áætlun miðað við helstu flugfélög í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þetta kemur fram í tölum Isavia ohf. sem rekur íslenska flugvelli. Fréttablaðið hefur undir höndum upplýsingar um frammistöðu flugfélaganna í að halda áætlun á Keflavíkurflugvelli sumarmánuðina þrjá í fyrra. Samkvæmt þeim stóð Astraeus, flugfélagið sem annast áætlunarflug fyrir Iceland Express, sig áberandi verst allra að þessu leyti. Á alþjóðlega vísu er miðað við að flugfélög hafi haldið áætlun ef seinkun er undir 15 mínútum. Af 823 brottförum hjá Iceland Express stóðst 351, eða aðeins 42,6 prósent, þennan mælikvarða í júní, júlí og ágúst í fyrra. Staðan er enn verri þegar litið er til komutíma. Þá voru aðeins 29,7 prósent af vélum félagins minna en 15 mínútur á eftir áætlun. Samanlagt átti Astraeus 1.644 lendingar og brottfarir á þessu tímabili og voru aðeins 592, eða 36,2 prósent á áætlun. Helsti keppinautur Iceland Express er Icelandair, sem hefur mun betri tölfræði að þessu leyti. Samtals átti Icelandair 4.963 lendingar og brottfarir á fyrrnefndu tímabili. Af þeim voru 3.663, eða 73,8 prósent, á áætlun. Því eru hlutfallslega helmingi fleiri flug á áætlun hjá Icelandair en hjá Iceland Express. Þá kemur fram að heill þriðjungur af brottförum Iceland Express frá Keflavíkurflugvelli í fyrrasumar er skilgreindur með „óhóflega" seinkun. Það þýðir að vélarnar voru 45 mínútum eða meira of seinar í loftið. Sambærileg tala fyrir Icelandair var 4,9 prósent. Nokkur önnur félög voru með áætlunarflug til Íslands í fyrrasumar. Aðeins tvö þeirra, SAS og Air Berlin, áttu fleiri en eitt hundrað samanlagðar brottfarir og lendingar, SAS með samtals 211 og Air Berlin með samtals 193. SAS hélt áætlun í 93,3 prósentum tilvika og Air Berlin í 74,1 prósenti tilvika. Fram kom á fundi samræmingarnefndar í fyrrahaust að vandamál væri hversu lítt Astraeus stæðist áætlanir og hversu illa félagið stæði sig í að upplýsa vallaryfirvöld um tafir. Ekki fást nýrri upplýsingar frá Isavia en þær sem hér er vísað til. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig um það hvernig málin hafi þróast frá því í fyrra. Svör fengust heldur ekki hjá Iceland Express í gær. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar eru miklar seinkanir á áætlun félagins viðvarandi þessa dagana. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira