Tvítug kona fannst látin í fangaklefa lögreglunnar í Bergen í Noregi í gærmorgun. Hún hafði verið handtekin um miðnætti kvöldið áður eftir að hafa sést í annarlegu ástandi í borginni.
Meðal annars hafði hún flúið sjúkraflutningamenn sem könnuðu ástand hennar, en um miðnætti fannst hún illa til reika fyrir utan læknavaktina.
Lögregla kom á staðinn og færði hana í varðhald eftir samráð við lækni.
Hún fannst síðan látin í klefa sínum rétt fyrir klukkan níu um morguninn. Dánarorsök er ókunn. - þj
Fannst látin í fangaklefanum
