Borgarráð, börnin og trúin 21. júní 2011 06:00 Borgarráð Reykjavíkur fær til umfjöllunar á næstu dögum reglur mannréttindaráðs um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga. Þegar borgarráð tekur afstöðu í málinu er mikilvægt að stuðst sé við vísindalegar rannsóknir þannig að ákvörðunina megi rökstyðja með faglegum hætti. Slíkar rannsóknir er auðvelt að nálgast með leitarvélum. Skólasamfélagið er vísindasamfélag og verður að vera hafið yfir pólitíska stefnu í þessu máli sem öðrum. Margar rannsóknir sem hafa verið gerðar innan heilbrigðis- og félagsvísinda hafa rannsakað tengsl trúar við ýmsar breytur svo sem hamingju, heilsufar, tilgang í lífinu og sjálfsvíg svo dæmi sé tekið. Niðurstöður benda til að þeim sem telja sig trúaða vegni almennt betur en hinum. Því er mun nær fyrir Reykjavíkurborg að hvetja börn til þátttöku í trúarlegu starfi og nýta þær rannsóknir sem hafa verið gerðar, í stað þess að leita leiða til að hindra aðgengi barna að upplýsingum um trúariðkun í nærsamfélaginu. Komi barn heim með bæklinga sem foreldrum hugnast ekki þá er það að sjálfsögðu þeirra hlutverk að leiðbeina barninu. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að segir að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn. Reykjavíkurborg er ekki stætt á að fara gegn vísindalegum rannsóknum. Borgarráði er því ekki stætt á að samþykkja reglur mannréttindaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkur fær til umfjöllunar á næstu dögum reglur mannréttindaráðs um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga. Þegar borgarráð tekur afstöðu í málinu er mikilvægt að stuðst sé við vísindalegar rannsóknir þannig að ákvörðunina megi rökstyðja með faglegum hætti. Slíkar rannsóknir er auðvelt að nálgast með leitarvélum. Skólasamfélagið er vísindasamfélag og verður að vera hafið yfir pólitíska stefnu í þessu máli sem öðrum. Margar rannsóknir sem hafa verið gerðar innan heilbrigðis- og félagsvísinda hafa rannsakað tengsl trúar við ýmsar breytur svo sem hamingju, heilsufar, tilgang í lífinu og sjálfsvíg svo dæmi sé tekið. Niðurstöður benda til að þeim sem telja sig trúaða vegni almennt betur en hinum. Því er mun nær fyrir Reykjavíkurborg að hvetja börn til þátttöku í trúarlegu starfi og nýta þær rannsóknir sem hafa verið gerðar, í stað þess að leita leiða til að hindra aðgengi barna að upplýsingum um trúariðkun í nærsamfélaginu. Komi barn heim með bæklinga sem foreldrum hugnast ekki þá er það að sjálfsögðu þeirra hlutverk að leiðbeina barninu. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að segir að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn. Reykjavíkurborg er ekki stætt á að fara gegn vísindalegum rannsóknum. Borgarráði er því ekki stætt á að samþykkja reglur mannréttindaráðs.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar