Innlent

HIV smitaðra sprautufíkla leitað

SB skrifar
Már Kristjánsson.
Már Kristjánsson.
Fjórir HIV smitaðir fíklar ganga lausir og gætu smitað aðra finnist þeir ekki í tæka tíð. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir algengt að spítalinn þurfi aðstoð lögreglu til að hafa upp á HIV smituðum fíklum.

Á síðasta ári greindust níu sprautufíklar með HIV veiruna, sem var met, en í ár er fjöldi staðfestra tilvika meðal sprautufíkla nú þegar komin upp í tíu og talið er næsta víst að þrjár til fjórar manneskjur til viðbótar hafi smitast á síðustu tveimur vikum.

Í einu af þessum fjórum tilvikum hafði sprautufíkill deilt sprautunálum með sex öðrum einstaklingum. Tveir úr hópnum reyndust HIV jákvæðir en óvíst er með hina fjóra, spítalinn telur miklar líkur á að þeir séu smitaðir og ómeðvitaðir um hættuna sem af þeim stafar.

„Það er oft þannig að fólk sem deilir nálum veit ekki nafnið á einstaklinginum sem það sprautar sig með í það og það skipti," segir Már og bætir við: „síðan liggur sú kvöð á okkur að rekja smitið því fólk smitast jú frá öðrum einstaklingi. Það getur verið mjög umhendis að gera það, í ljósi þess hver staða fólksins er í samfélaginu. Þetta er óreglufólk."

Aukin ásókn ungmenna í Rítalín og annað læknadóp virðist haldast í hendur við fjölgun HIV smita á landinu. Sprautufíklarnir eru í sérstökum áhættuhópi, algengt er að fíklarnir deili sprautum auk þess sem algengt er að stúlkur í neyslu selji líkama sinn, sem eykur hættuna á að HIV smitið dreifi sér enn fremur.

Smitsjúkdómadeild Landspítalans hefur þurft að leita aðstoðar lögreglunnar við að sækja fíkla í dópgreni til að framkvæma HIV próf.

Már segir það nöturlega staðreynd og því miður koma alltof oft fyrir.

Ef fram heldur sem horfir gætu hátt í þrjátíu sprautufíklar greinst HIV jákvæðir á árinu. Viðmælendur fréttastofu tala um sprengingu og ekki sé langt þar til dauðsföllum vegna alnæmis muni fjölga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×