Innlent

Sjómannadagurinn haldinn í skugga kvótafrumvarpa

Það eru átök víða.
Það eru átök víða.
Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land og klukkan tvö hefjast hefðbundin ræðuhöld sem jafnan fylgja sjómannadeginum.

Dagurinn nú er haldinn í skugga mikilla deilna í iðngreininni því ríkisstjórnin hefur lagt fram tvö umdeild kvótafrumvörp.

Á Patreksfirði er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, aðalræðumaður. Hann ætlar í ræðu sinni að tala um  nauðsyn þess að sátt ríki um skipulag fiskveiða og fiskvinnslu og að stjórnskipulag þeirra mála efli hag sjávarbyggða og atvinnulíf á landsbyggðinni.

Einn aðalræðumaður hátíðarhaldanna í Reykjavík, Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, segir sátt ekki í sjónmáli og að nýju frumvörpin, verði þau að lögum, muni hafa í för með sér tekjuskerðingu fyrir sjómenn og byggðalög.

Ragnar verður ekki eini ræðumaðurinn út á Granda í dag. Sjávarútvegsráðherrann sjálfur, Jón Bjarnason, flytur ræðu, sem og tónlistarmaðurinn og trillukarlinn Kristján Kristjánsson, eða KK eins og hann er oftast kallaður. Ræðuhöldin hefjast klukkan tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×