Innlent

Segja stjórnvöld senda kaldar kveðjur á sjómannadeginum

Sjómenn fá kaldar kveðjur segja vestfirskir útvegsmenn. Myndin er úr safni.
Sjómenn fá kaldar kveðjur segja vestfirskir útvegsmenn. Myndin er úr safni.
„Kaldar kveðjur og nístandi óvissa er sendingin úr Stjórnarráðinu fyrir sunnan í tilefni sjómannadagsins og með fylgja loforð um að lögfesta bæði fækkun starfsfólks og kjaraskerðingu í sjávarútvegi“, en svo segir í yfirlýsingu frá Útvegsmannafélagi Vestfjarða.

Þar segir að aflaheimildir á Vestfjörðum skerðist um 3.700 þorskígildistonn á ári ef lög um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu verða að veruleika.

„Þetta jafngildir samanlögðum aflaheimildum Drangsness, Bíldudals, Hólmavíkur, Tálknafjarðar, Brjánslækjar og Suðureyrar,“ segir svo í harðorðri yfirlýsingu útvegsmannanna.

Þá kemur fram að sjómenn  á Vestfjörðum eru alls um 400 og fiskverkafólk um 460 talsins. Ef frumvörpin verða að lögum telja vestfirskir útvegsmanna að um 100 störf tapist. Þar af 45-50 hálaunastörf til sjós og um 50 störf í fiskvinnslu.

Þetta eru meginniðurstöður úttektar Útvegsmannafélags Vestfjarða á áhrifum þess að sjávarútvegsstefna stjórnvalda verði lögfest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×