Erlent

Tuttugu látnir og yfir tvö þúsund sýktir í kólígerlafaraldri

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Þjóðverjar lifa í stanslausum ótta við Kolígerla faraldurinn. Tuttugu er nú látnir og yfir tvö þúsund sýktir en verst segja Þjóðverjar, er að vita ekki hverju er um að kenna.

Í gær sögðum við frá því að Þýskir vísindamenn töldu sig hafa rekið fyrstu smitin til hafnarhátíðar í Hamborg. Nú er ný kennning komin á loft. Það er að bakterían hafi orðið til í lífrænum gasverksmiðjum en um 6800 slíkar verksmiðjur eru víðsvegar um Þýskaland þar sem lífrænum úrgangi er breytt í endurvinnanlega orku sem notuð er í landbúnaði.

Bernd Schottdorf, vísindamaður ytra, segir nýjar tegundir af bakteríum verða til í verksmiðjunum. Það er þýska blaðið Welt am Sonntag sem greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×