Innlent

Forsetinn verður á Patreksfirði í dag

Ólafur Ragnar Grímsson fyrir utan Bessastaði. Myndin er úr safni.
Ólafur Ragnar Grímsson fyrir utan Bessastaði. Myndin er úr safni.
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson verður á Patreksfirði í dag og tekur þátt í hátíðarhöldum í tilefni af sjómannadeginum.

Ólafur Ragnar verður fyrir hádegi viðstaddur þegar blóm verða lögð að minnisvarða um látna sjómenn og sækir sjómannadagsmessu í Patreksfjarðarkirkju.

Þá mun forseti flytja hátíðarræðu dagsins á útisamkomu sem hefst klukkan tvö. Í henni fjallar forseti um mikilvægi sjósóknar, sjávarútvegs og fiskvinnslu fyrir íslenskt samfélag sem og hetjudáðir við björgun úr sjávarháska undan vestfirskum ströndum samkvæmt tilkynningu frá forsetaembættinu.

Þá mun forseti víkja að nauðsyn þess að sátt ríki um skipulag fiskveiða og fiskvinnslu og að stjórnskipulag þeirra mála efli hag sjávarbyggða og atvinnulíf á landsbyggðinni.

Að lokinni útihátíðinni mun forseti sitja kaffisamsæti á vegum Kvenfélagsins Sifjar í Félagsheimili Patreksfjarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×