Erlent

Mikil óvissa í Jemen eftir forsetatilræði

Mótmælendur flykktust út á götu í gærkvöldi.
Mótmælendur flykktust út á götu í gærkvöldi.
Mikil óvissa ríkir í Jemen eftir að forseti landsins, Ali Abdullah Saleh, flúði til Sádí Arabíu eftir að hann særðist í árás á heimili sitt á föstudag. Saleh hefur nokkrum sinnum lofað að láta af embætti og því er óvíst hvort hann snýr aftur til Jemen en landið rambar nú á barmi borgarastyrjaldar.

Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum höfuðborgarinnar Sanaa þegar flótti forsetans var staðfestur í fjölmiðlum. Þúsundir manna flykktust út á stærstu torg borgarinnar til að fagna í gærkvöldi.

Fréttamaður breska ríkisútvarpsins á svæðinu segir það ljóst að ef Saleh snýr ekki aftur taki við hörð valdabarátta á milli varaforseta Jemen, sem er jafnframt elsti sonur Saleh, ættbálkahöfðingja og öflugra uppreisnarhópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×