Innlent

Sækja handleggs- og fótbrotinn sjómann frá Spáni

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann á spænskan togara í morgun. Maðurinn er talinn handleggs- og fótbrotinn og því líklegt að hann hafi lent í vinnuslysi um borð í togaranum.

Landhelgisgæslan kom að togaranum laust fyrir hálf ellefu í morgun og var áætlað að þyrlan kæmi með slasaða sjómanninn til landsins á milli tíu og ellefu. Togarinn liggur um 150 sjómílur suðvestur af Reykjavík.

Þá þurfti Landhelgisgæslan að sækja tvær konur sem lentu í bílslysi í Hrútafirð í gærkvöldi. Þyrlan lenti með konurnar á Landspítalanum í Fossvogi laust fyrir miðnætti. Konurnar eru ekki illa slasaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×