Elsta kampavín heimsins sló verðmet 5. júní 2011 07:41 Eftir að hafa legið í 170 ár á botni Eystrasalts var flaska af kampavíni slegin á 30.000 evrur eða 5 milljónir kr. á uppboði í Finnlandi. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir flösku af kampavíni í sögunni. Kafarar sem sérhæfa sig í leit að skipsflökum duttu s.l. vetur í lukkupottinn í Eystrasalti nálægt Álandseyjum. Þar fundu þeir hátt í 200 ára gamalt skipsflak sem fulllestað var með eðalkampavíni. Kampavínið sem hér um ræðir er af tegundunum Veuve Clicquet (Gula ekkjan) og Juglar og það er enn í drykkjarhæfu ástandi, raunar mjög góðu ástandi að sögn þeirra sérfræðinga sem fengið hafa að bragða á því. Það hefur legið í ísköldum sjó og fengið að þroskast allan þennan tíma. Talið er að skipið hafi farist um miðja nítjándu öld en um er að ræða 23 metra langt tréskip sem var á leið til Pétursborgar. Það var flaska af Gulu ekkjunni sem greiddar voru fimm milljónir kr. fyrir en tvær aðrar flöskur sem boðnar voru upp saman voru slegnar á 54.000 evrur eða ríflega 8 milljónir kr. Andvirði þess sem fékkst á uppboðinu verður notað til að bæta umhverfi hafsins í kringum Álandseyjar þar sem flöskurnar fundust. Fyrra verðmet fyrir staka flösku af kampavíni var sett í Hong Kong í fyrra. Þá var flaska af Krug frá árinu 1928 seld á uppboði fyrir 2,4 milljónir kr. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Eftir að hafa legið í 170 ár á botni Eystrasalts var flaska af kampavíni slegin á 30.000 evrur eða 5 milljónir kr. á uppboði í Finnlandi. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir flösku af kampavíni í sögunni. Kafarar sem sérhæfa sig í leit að skipsflökum duttu s.l. vetur í lukkupottinn í Eystrasalti nálægt Álandseyjum. Þar fundu þeir hátt í 200 ára gamalt skipsflak sem fulllestað var með eðalkampavíni. Kampavínið sem hér um ræðir er af tegundunum Veuve Clicquet (Gula ekkjan) og Juglar og það er enn í drykkjarhæfu ástandi, raunar mjög góðu ástandi að sögn þeirra sérfræðinga sem fengið hafa að bragða á því. Það hefur legið í ísköldum sjó og fengið að þroskast allan þennan tíma. Talið er að skipið hafi farist um miðja nítjándu öld en um er að ræða 23 metra langt tréskip sem var á leið til Pétursborgar. Það var flaska af Gulu ekkjunni sem greiddar voru fimm milljónir kr. fyrir en tvær aðrar flöskur sem boðnar voru upp saman voru slegnar á 54.000 evrur eða ríflega 8 milljónir kr. Andvirði þess sem fékkst á uppboðinu verður notað til að bæta umhverfi hafsins í kringum Álandseyjar þar sem flöskurnar fundust. Fyrra verðmet fyrir staka flösku af kampavíni var sett í Hong Kong í fyrra. Þá var flaska af Krug frá árinu 1928 seld á uppboði fyrir 2,4 milljónir kr.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira