Viðskipti erlent

Álverðið tók tæplega 100 dollara dýfu

Heimsmarkaðsverð á áli lækkaði um tæpa 100 dollara á tonnið í gærdag og er það í takt við aðrar lækkanir á hrávörum þar sem verðið er bundið í dollurum.

Fyrir gærdaginn stóð verðið í tæpum 2.780 dollurum á tonnið og hafði ekki verið hærra síðan sumarið 2008. Í morgun stóð verðið hinsvegar í 2.685 dollurum miðað við framvirka samninga til þriggja mánaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×