Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórsara var súr eftir tap sinna manna en sá þó nokkra jákvæða punkta í leiks inna manna.
„Það var auðvitað vorbragur á þessum leik eins og öllum öðrum leikjum í fyrstu umferðinni. Það var alveg vitað mál að þetta myndi verða svolítið erfitt. Móttökur og sendingar að klikka og svo framvegis. Völlurinn auðvitað erfiður eins og menn vita. Við lögðum því upp með að leggja okkur alla fram í baráttu og standa virkilega vel saman. Við gerðum það og ég get ekki sagt það að menn hafi ekki lagt sig fram.
Við vorum betri í leiknum til að byrja með og fengum síðan mark á okkur gegn gangi leiksins. Við breyttum aðeins skipulaginu í hálfleik. Fórum í gamla kerfið okkar og vorum sannfærðir um að við myndum skora og það munaði nokkrum sinnum litlu. Munurinn á liðunum í dag því sá að þeir voru með rétta menn á réttum stað á réttum tíma og það kláraði leikinn fyrir þá.“
Páll Viðar stillti upp leikkerfi sem ekki er algengt í íslenskri knattspyrnu nú á dögum.
„Ég vil kalla þetta 3-5-2 þar sem við erum í raun að verjast á 3 mönnum aftast en auðvitað eru færslur í liðinu sem hjálpa þessum þrem öftustu. Við erum kannski ekki þekktir fyrira að spila stífan varnaleik og okkur finnst gaman að vera í hasar og spila sóknarbolta. Við höfum áður verið að prófa þetta kerfi og það er gott að eiga fleiri en eitt kerfi í vopnabúrinu.“
Páll Viðar sagðist þrátt fyrir tap vera hvergi smeykur með framhaldið. „Það var margt jákvætt í þessu. Nú er sviðsskrekkurinn farinn og ég er hvergi smeykur með framhaldið. Ég ætla ekki að fara afsaka eitthvað liðið. Við lögðum okkur alla fram en það gekk þvi miður ekki í kvöld. Næsti leikur er gegn Fram í laugardalnum og ég get lofað fólki því að við mættum tilbúnir í þann leik.“
Páll Viðar: Þeir voru með rétta menn á réttum stað á réttum tíma
Ari Erlingsson á Víkingsvelli skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti




„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti
