Segir yndislegt í kuldanum uppi á Svalbarða KMU skrifar 24. apríl 2011 19:10 Ferðamannatíminn á Svalbarða er í hámarki þessa dagana, á tímabilinu frá apríl og fram í maí, þótt enn megi búast við yfir tuttugu stiga frosti þar. Kristján Már Unnarsson kynnti sér hversvegna ferðamenn sækja í slíka klakahöll á þessum árstíma. Það kemur aðkomumanni kannski mest á óvart hve umsvifamikil ferðaþjónustan er orðin en 65 þúsund ferðamenn heimsóttu Svalbarða á síðasta ári. Þangað er daglegt áætlunarflug með þotum og í höfuðstaðnum Longyearbyen hafa veitingastaðir og hótel sprottið upp, og bjóða nú upp á gistirými fyrir samtals 750 manns. Íslendingurinn Sigfús Konráðsson er búinn að þjóna ferðamönnum á Svalbarða í rúmt ár. Hann segir þetta yndislegan stað. Þarna sé hægt að fara í snjóðsleðaferðir, hundasleðaferðir og gönguferðir. Svo geti menn vonast til að sjá bjössa. Hann hafi þó ekki enn gerst svo frægur að sjá ísbjörn á Svalbarða. En hversvegna þessi árstími, þegar snjór er yfir öllu? Jú, það er einmitt þessvegna því þetta er besti tíminn til að ferðast á vélsleðum, já , - eða hundasleðum, og upplifa þannig heimskautasvæði, og flestir vonast til að sjá stærsta landrándýr jarðar. Áætlað er að á Svalbarða og á hafísnum við eyjarnar séu um þrjúþúsund ísbirnir, eða um einn áttundi hluti allra ísbjarna á jörðinni. Fæstir ferðamenn sjá þó ísbjörn, því þeir forðast manninn. En þarna sjáum við reyndar eitthvert dýr... þetta reynist vera hreindýr, en þau eru mjög spök á Svalbarða. Ferðamenn koma líka vegna birtunnar því þar er enginn nótt stóran hluta ársins. Frá 19. apríl og fram til 19. ágúst sest sólin ekki á Svalbarða. Daginn sem við tókum viðtalið við Sigfús nú í apríl var nærri 20 stiga frost, raunar skítkalt, því einnig var töluverður blástur. Við spyrjum hvernig er að búa þarna við slíkar aðstæður. Þetta venst furðu vel, svarar Sigfús, og bætir við að sér finnist heitt í fimm stiga frosti. „Pældíðí. Hér er sól og blíða, blár himinn. Þetta er alveg yndisleg hér uppi," segir Sigfús. Tengdar fréttir Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Ferðamannatíminn á Svalbarða er í hámarki þessa dagana, á tímabilinu frá apríl og fram í maí, þótt enn megi búast við yfir tuttugu stiga frosti þar. Kristján Már Unnarsson kynnti sér hversvegna ferðamenn sækja í slíka klakahöll á þessum árstíma. Það kemur aðkomumanni kannski mest á óvart hve umsvifamikil ferðaþjónustan er orðin en 65 þúsund ferðamenn heimsóttu Svalbarða á síðasta ári. Þangað er daglegt áætlunarflug með þotum og í höfuðstaðnum Longyearbyen hafa veitingastaðir og hótel sprottið upp, og bjóða nú upp á gistirými fyrir samtals 750 manns. Íslendingurinn Sigfús Konráðsson er búinn að þjóna ferðamönnum á Svalbarða í rúmt ár. Hann segir þetta yndislegan stað. Þarna sé hægt að fara í snjóðsleðaferðir, hundasleðaferðir og gönguferðir. Svo geti menn vonast til að sjá bjössa. Hann hafi þó ekki enn gerst svo frægur að sjá ísbjörn á Svalbarða. En hversvegna þessi árstími, þegar snjór er yfir öllu? Jú, það er einmitt þessvegna því þetta er besti tíminn til að ferðast á vélsleðum, já , - eða hundasleðum, og upplifa þannig heimskautasvæði, og flestir vonast til að sjá stærsta landrándýr jarðar. Áætlað er að á Svalbarða og á hafísnum við eyjarnar séu um þrjúþúsund ísbirnir, eða um einn áttundi hluti allra ísbjarna á jörðinni. Fæstir ferðamenn sjá þó ísbjörn, því þeir forðast manninn. En þarna sjáum við reyndar eitthvert dýr... þetta reynist vera hreindýr, en þau eru mjög spök á Svalbarða. Ferðamenn koma líka vegna birtunnar því þar er enginn nótt stóran hluta ársins. Frá 19. apríl og fram til 19. ágúst sest sólin ekki á Svalbarða. Daginn sem við tókum viðtalið við Sigfús nú í apríl var nærri 20 stiga frost, raunar skítkalt, því einnig var töluverður blástur. Við spyrjum hvernig er að búa þarna við slíkar aðstæður. Þetta venst furðu vel, svarar Sigfús, og bætir við að sér finnist heitt í fimm stiga frosti. „Pældíðí. Hér er sól og blíða, blár himinn. Þetta er alveg yndisleg hér uppi," segir Sigfús.
Tengdar fréttir Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50
Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30
Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30