Segir yndislegt í kuldanum uppi á Svalbarða KMU skrifar 24. apríl 2011 19:10 Ferðamannatíminn á Svalbarða er í hámarki þessa dagana, á tímabilinu frá apríl og fram í maí, þótt enn megi búast við yfir tuttugu stiga frosti þar. Kristján Már Unnarsson kynnti sér hversvegna ferðamenn sækja í slíka klakahöll á þessum árstíma. Það kemur aðkomumanni kannski mest á óvart hve umsvifamikil ferðaþjónustan er orðin en 65 þúsund ferðamenn heimsóttu Svalbarða á síðasta ári. Þangað er daglegt áætlunarflug með þotum og í höfuðstaðnum Longyearbyen hafa veitingastaðir og hótel sprottið upp, og bjóða nú upp á gistirými fyrir samtals 750 manns. Íslendingurinn Sigfús Konráðsson er búinn að þjóna ferðamönnum á Svalbarða í rúmt ár. Hann segir þetta yndislegan stað. Þarna sé hægt að fara í snjóðsleðaferðir, hundasleðaferðir og gönguferðir. Svo geti menn vonast til að sjá bjössa. Hann hafi þó ekki enn gerst svo frægur að sjá ísbjörn á Svalbarða. En hversvegna þessi árstími, þegar snjór er yfir öllu? Jú, það er einmitt þessvegna því þetta er besti tíminn til að ferðast á vélsleðum, já , - eða hundasleðum, og upplifa þannig heimskautasvæði, og flestir vonast til að sjá stærsta landrándýr jarðar. Áætlað er að á Svalbarða og á hafísnum við eyjarnar séu um þrjúþúsund ísbirnir, eða um einn áttundi hluti allra ísbjarna á jörðinni. Fæstir ferðamenn sjá þó ísbjörn, því þeir forðast manninn. En þarna sjáum við reyndar eitthvert dýr... þetta reynist vera hreindýr, en þau eru mjög spök á Svalbarða. Ferðamenn koma líka vegna birtunnar því þar er enginn nótt stóran hluta ársins. Frá 19. apríl og fram til 19. ágúst sest sólin ekki á Svalbarða. Daginn sem við tókum viðtalið við Sigfús nú í apríl var nærri 20 stiga frost, raunar skítkalt, því einnig var töluverður blástur. Við spyrjum hvernig er að búa þarna við slíkar aðstæður. Þetta venst furðu vel, svarar Sigfús, og bætir við að sér finnist heitt í fimm stiga frosti. „Pældíðí. Hér er sól og blíða, blár himinn. Þetta er alveg yndisleg hér uppi," segir Sigfús. Tengdar fréttir Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Ferðamannatíminn á Svalbarða er í hámarki þessa dagana, á tímabilinu frá apríl og fram í maí, þótt enn megi búast við yfir tuttugu stiga frosti þar. Kristján Már Unnarsson kynnti sér hversvegna ferðamenn sækja í slíka klakahöll á þessum árstíma. Það kemur aðkomumanni kannski mest á óvart hve umsvifamikil ferðaþjónustan er orðin en 65 þúsund ferðamenn heimsóttu Svalbarða á síðasta ári. Þangað er daglegt áætlunarflug með þotum og í höfuðstaðnum Longyearbyen hafa veitingastaðir og hótel sprottið upp, og bjóða nú upp á gistirými fyrir samtals 750 manns. Íslendingurinn Sigfús Konráðsson er búinn að þjóna ferðamönnum á Svalbarða í rúmt ár. Hann segir þetta yndislegan stað. Þarna sé hægt að fara í snjóðsleðaferðir, hundasleðaferðir og gönguferðir. Svo geti menn vonast til að sjá bjössa. Hann hafi þó ekki enn gerst svo frægur að sjá ísbjörn á Svalbarða. En hversvegna þessi árstími, þegar snjór er yfir öllu? Jú, það er einmitt þessvegna því þetta er besti tíminn til að ferðast á vélsleðum, já , - eða hundasleðum, og upplifa þannig heimskautasvæði, og flestir vonast til að sjá stærsta landrándýr jarðar. Áætlað er að á Svalbarða og á hafísnum við eyjarnar séu um þrjúþúsund ísbirnir, eða um einn áttundi hluti allra ísbjarna á jörðinni. Fæstir ferðamenn sjá þó ísbjörn, því þeir forðast manninn. En þarna sjáum við reyndar eitthvert dýr... þetta reynist vera hreindýr, en þau eru mjög spök á Svalbarða. Ferðamenn koma líka vegna birtunnar því þar er enginn nótt stóran hluta ársins. Frá 19. apríl og fram til 19. ágúst sest sólin ekki á Svalbarða. Daginn sem við tókum viðtalið við Sigfús nú í apríl var nærri 20 stiga frost, raunar skítkalt, því einnig var töluverður blástur. Við spyrjum hvernig er að búa þarna við slíkar aðstæður. Þetta venst furðu vel, svarar Sigfús, og bætir við að sér finnist heitt í fimm stiga frosti. „Pældíðí. Hér er sól og blíða, blár himinn. Þetta er alveg yndisleg hér uppi," segir Sigfús.
Tengdar fréttir Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50
Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30
Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30