Erlent

Frá New York til Los Angeles í leigubíl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þetta var gjöful ferð fyrir leigubílstjórann Alam. Mynd/ afp.
Þetta var gjöful ferð fyrir leigubílstjórann Alam. Mynd/ afp.
Leigubílstjórinn Mohammed Alam fór á dögunum í einn gjöfulasta túr á starfsævi sinni. Hann ók frá New York til Los Angeles og fékk 5000 dali, eða tæpar 570 þúsund krónur, greiddar fyrir túrinn.

Bankamennina John Belitsky og Dan Wuebben langaði til að gera eitthvað alveg sérstakt. Þeir ákváðu því að taka leigubíl til Los Angeles og sömdu við Alam eftir að þeir hittu hann á LaGuardia flugvellinum. Ökuferðin tók sex daga, en þeir félagarnir óku alls 2448 mílur.

Þeir Belitsky og Wuebban hafa enn ekki ákveðið hvernig þeir munu koma sér aftur á Austurströndina en Alam leigubílstjóri útilokar ekki að vinur hans muni aka þeim til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×