Níumenningarnir: "Ég er líka sekur um glæp" SB skrifar 19. janúar 2011 14:25 Skýrslutökum í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum lauk um klukkan tvö. Verjendur leiddu fyrir dóminn þrjú vitni sem öll áttu það sammerkt með sakborningunum að hafa tekið þátt í hinni meintu árás á Alþingi. Sjúkraliðinn og mótmælandinn Lárus Páll Birgisson bað dóminn um að ákæra sig líka. Ef glæpur hafi verið framinn væri hann líka sekur. "Bíddu er þetta búið," sagði Lárus þegar ekki bárust fleiri spurningar frá ákæruvaldi. "Ég ætti líka að vera ákærður." Dómarinn sagði þetta hvorki stað né stund fyrir yfirlýsingar. "Er ég ekki í réttarsal," svaraði Lárus og fékk sér því næst sæti hjá sakborningum sem vakti upp hlátur hjá áhorfendum í sal. Lárus var þriðja vitnið sem verjendur tefldu fram en öll vitnin þrjú eiga það sammerkt að hafa tekið þátt í aðgerðunum til jafns við sakborningana níu. Búast má við því að ein af megináherslum varnarinnar í munnlegum málflutningi á morgun verði einmitt að sýna fram á að sú ákvörðun að ákæra að kæra aðeins níu af 30 standist ekki nánari skoðun.Einn af sakborningunum í máli níumenningana situr á bekk fyrir utan héraðsdóm Reykjavíkur í lok réttarhaldanna í dag.Þá vakti mikla athygli þegar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins báru vitni í dag. Þeir voru einnig vitni verjenda. Össur rifjaði upp þegar hann sjálfur braust á palla alþingis á sínum tíma og hélt ræðu. Einar K. Guðfinnsson lýsti þeim tíma þegar mótmælendur brutu rúður á Alþingi og eldar voru kveiktir á Austurvelli. "Það var ekki þægilegt að vera þingmaður á þeim tíma," sagði Einar en tók fram að hann véfengdi ekki umboð skrifstofustjóra Alþingis að vísa máli níumenningana til rannsóknar. "Þessir atburðir voru ógnvekjandi." Fjöldi lögreglumanna bar einnig vitni í dag. Það sem var sameiginlegt í málflutningi þeirra var að enginn virtist vita hver stjórnaði aðgerðum þann 8. desember 2008 þegar þingverðir tilkynntu að Alþingishúsið lægi undir áras. Þá kom fram að í lögregluskýrslum yfir níumenningunum var meint brot skráð sem "húsbrot" en ekki sem árás á Alþingi. Málflutningur hefst klukkan kortér yfir níu í fyrramálið og mun Lára V. Júlíusdóttir saksóknari hefja leik. Líkt og á fyrsta degi aðalmeðferðar hvert sæti í dómsal 101 setið og fjöldi myndatöku og fjölmiðlamanna sem fylgdust með réttarhöldunum. Tengdar fréttir Níumenningar: spennuþrunginn dagur í héraðsdómi Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag. 18. janúar 2011 16:24 Aðalmeðferð í máli níumenningana hafin að nýju Réttarhöldin yfir níumenningunum hófust aftur nú laust eftir klukkan níu. Í gær báru sakborningar og þingverðir vitni en í dag mun rétturinn hlýða á vitnisburð lögreglumanna og þingmanna. Dómsalur 101 í héraðsdómi er þéttskipaður. 19. janúar 2011 09:20 Níumenningar: Össur ber vitni fyrir dómi Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segist hafa heyrt meiri læti í dómsal en þegar níumenningarnir, ásamt um 30 öðrum, þustu inn í Alþingi þann 8. desember 2008. Össur bar vitni í dag ásamt Einari K. Guðfinnssyni. 19. janúar 2011 11:50 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Skýrslutökum í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum lauk um klukkan tvö. Verjendur leiddu fyrir dóminn þrjú vitni sem öll áttu það sammerkt með sakborningunum að hafa tekið þátt í hinni meintu árás á Alþingi. Sjúkraliðinn og mótmælandinn Lárus Páll Birgisson bað dóminn um að ákæra sig líka. Ef glæpur hafi verið framinn væri hann líka sekur. "Bíddu er þetta búið," sagði Lárus þegar ekki bárust fleiri spurningar frá ákæruvaldi. "Ég ætti líka að vera ákærður." Dómarinn sagði þetta hvorki stað né stund fyrir yfirlýsingar. "Er ég ekki í réttarsal," svaraði Lárus og fékk sér því næst sæti hjá sakborningum sem vakti upp hlátur hjá áhorfendum í sal. Lárus var þriðja vitnið sem verjendur tefldu fram en öll vitnin þrjú eiga það sammerkt að hafa tekið þátt í aðgerðunum til jafns við sakborningana níu. Búast má við því að ein af megináherslum varnarinnar í munnlegum málflutningi á morgun verði einmitt að sýna fram á að sú ákvörðun að ákæra að kæra aðeins níu af 30 standist ekki nánari skoðun.Einn af sakborningunum í máli níumenningana situr á bekk fyrir utan héraðsdóm Reykjavíkur í lok réttarhaldanna í dag.Þá vakti mikla athygli þegar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins báru vitni í dag. Þeir voru einnig vitni verjenda. Össur rifjaði upp þegar hann sjálfur braust á palla alþingis á sínum tíma og hélt ræðu. Einar K. Guðfinnsson lýsti þeim tíma þegar mótmælendur brutu rúður á Alþingi og eldar voru kveiktir á Austurvelli. "Það var ekki þægilegt að vera þingmaður á þeim tíma," sagði Einar en tók fram að hann véfengdi ekki umboð skrifstofustjóra Alþingis að vísa máli níumenningana til rannsóknar. "Þessir atburðir voru ógnvekjandi." Fjöldi lögreglumanna bar einnig vitni í dag. Það sem var sameiginlegt í málflutningi þeirra var að enginn virtist vita hver stjórnaði aðgerðum þann 8. desember 2008 þegar þingverðir tilkynntu að Alþingishúsið lægi undir áras. Þá kom fram að í lögregluskýrslum yfir níumenningunum var meint brot skráð sem "húsbrot" en ekki sem árás á Alþingi. Málflutningur hefst klukkan kortér yfir níu í fyrramálið og mun Lára V. Júlíusdóttir saksóknari hefja leik. Líkt og á fyrsta degi aðalmeðferðar hvert sæti í dómsal 101 setið og fjöldi myndatöku og fjölmiðlamanna sem fylgdust með réttarhöldunum.
Tengdar fréttir Níumenningar: spennuþrunginn dagur í héraðsdómi Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag. 18. janúar 2011 16:24 Aðalmeðferð í máli níumenningana hafin að nýju Réttarhöldin yfir níumenningunum hófust aftur nú laust eftir klukkan níu. Í gær báru sakborningar og þingverðir vitni en í dag mun rétturinn hlýða á vitnisburð lögreglumanna og þingmanna. Dómsalur 101 í héraðsdómi er þéttskipaður. 19. janúar 2011 09:20 Níumenningar: Össur ber vitni fyrir dómi Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segist hafa heyrt meiri læti í dómsal en þegar níumenningarnir, ásamt um 30 öðrum, þustu inn í Alþingi þann 8. desember 2008. Össur bar vitni í dag ásamt Einari K. Guðfinnssyni. 19. janúar 2011 11:50 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Níumenningar: spennuþrunginn dagur í héraðsdómi Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag. 18. janúar 2011 16:24
Aðalmeðferð í máli níumenningana hafin að nýju Réttarhöldin yfir níumenningunum hófust aftur nú laust eftir klukkan níu. Í gær báru sakborningar og þingverðir vitni en í dag mun rétturinn hlýða á vitnisburð lögreglumanna og þingmanna. Dómsalur 101 í héraðsdómi er þéttskipaður. 19. janúar 2011 09:20
Níumenningar: Össur ber vitni fyrir dómi Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segist hafa heyrt meiri læti í dómsal en þegar níumenningarnir, ásamt um 30 öðrum, þustu inn í Alþingi þann 8. desember 2008. Össur bar vitni í dag ásamt Einari K. Guðfinnssyni. 19. janúar 2011 11:50