Viðskipti erlent

Vilja ekki láta Kaupþingsgögn af hendi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eigendur Havilland Banka, sem áður var Kaupþing í Lúxemborg, reyna nú hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að skjöl sem fundust í lögreglurannsókn á bankanum verði látin af hendi.

Eigendur bankans, Rowland fjölskyldan, tóku hann yfir þegar að Kaupþingsamstæðan fór á hausinn. Eigendurnir segja að bankinn sé ekki tengdur Kaupþingi í Lúxemborg né Íslandi á nokkurn hátt. Rannsakendur telja hins vegar að gögn sem finnist í bankanum geti varpað ljósi á hrun Kaupþings.

Dómstóll í Lúxemborg úrskurðaði í síðasta mánuði að bankinn skyldi láta af hendi gögn en Jonathan Rowland hefur staðfest við Daily Telegraph að þess verði freistað að fá þeim úrskurði hnekkt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×