Sjóvá hirðir hluta slysabóta Karen Kjartansdóttir skrifar 2. janúar 2011 18:41 Maður sem lenti í vinnuslysi fær aðeins um þriðjung þeirra bóta sem honum voru ætlaðar. Tryggingarfyrirtækið hirðir hinn hlutann og segir ástæðuna þá að fyrirtækið sem maðurinn vann hjá hafi skuldað sér pening. Í apríl árið 2009 lenti Jóhann Ingi Ármannsson í vinnuslysi þegar hann var við störf hjá BM-Vallá. Við slysið missti Jóhann framan af baugfingri hægri handar auk þess sem hann hefur takmarkað grip eftir slysið og stöðug eymsli, sérstaklega í kulda. BM-Vallár var með starfsmenn sína tryggða hjá Sjóvá og var metið að Jóhann ætti að fá greiddar tvær milljónir og sjöhundruð þúsund í bætur vegna slyssins. En þessir peningar skiluðu sér ekki allir til Jóhanns. „Tryggingarnar tóku 14 hundruð þúsund krónur af bótunum upp í vangoldin gjöld hjá Sjóvá," segir Jóhann Ingi, sem telur sárt að gengið sé á hans réttmætu bætur vegna vanskila annarra. Þau svör fengust hjá Sjóvá að heimild væri fyrir vátryggingafélög að taka af bótum fólks vegna vangoldinna iðgjalda þess fyrirtækis sem það starfar hjá. Í samtali Stöðvar 2 við lögmann Sjóvár kom þó fram að þessari heimild væri sjaldan beitt enda væri nokkuð kaldranalegt að ganga á bætur fólks vegna vanskila þess fyrirtækis sem það vann fyrir. Ekki væri útséð með að Jóhann þyrfti að sitja uppi með allan skaðann þar sem hann á forgangskröfu í þrotabú BM-Vallár. Þá segir Ásgeir Lárusson, forstjóri Sjóvár, að í ljósi breyttra forsenda frá því það var gert upp síðasta sumar verði mál Jóhanns tekið upp að nýju innan skamms. Jóhann er fluttur til Noregs og starfar þar sem bílstjóri á steypubíl. Hann segir starfsorku sína töluvert skerta eftir slysið og þykir leitt að geta ekki verið til sjós eins og hann var mikið áður. Taka skal fram að BM-Vallá varð gjaldþrota og fyrirtæki sem starfar undir sama nafni í dag er ótengt rekstri gamla félagsins. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Maður sem lenti í vinnuslysi fær aðeins um þriðjung þeirra bóta sem honum voru ætlaðar. Tryggingarfyrirtækið hirðir hinn hlutann og segir ástæðuna þá að fyrirtækið sem maðurinn vann hjá hafi skuldað sér pening. Í apríl árið 2009 lenti Jóhann Ingi Ármannsson í vinnuslysi þegar hann var við störf hjá BM-Vallá. Við slysið missti Jóhann framan af baugfingri hægri handar auk þess sem hann hefur takmarkað grip eftir slysið og stöðug eymsli, sérstaklega í kulda. BM-Vallár var með starfsmenn sína tryggða hjá Sjóvá og var metið að Jóhann ætti að fá greiddar tvær milljónir og sjöhundruð þúsund í bætur vegna slyssins. En þessir peningar skiluðu sér ekki allir til Jóhanns. „Tryggingarnar tóku 14 hundruð þúsund krónur af bótunum upp í vangoldin gjöld hjá Sjóvá," segir Jóhann Ingi, sem telur sárt að gengið sé á hans réttmætu bætur vegna vanskila annarra. Þau svör fengust hjá Sjóvá að heimild væri fyrir vátryggingafélög að taka af bótum fólks vegna vangoldinna iðgjalda þess fyrirtækis sem það starfar hjá. Í samtali Stöðvar 2 við lögmann Sjóvár kom þó fram að þessari heimild væri sjaldan beitt enda væri nokkuð kaldranalegt að ganga á bætur fólks vegna vanskila þess fyrirtækis sem það vann fyrir. Ekki væri útséð með að Jóhann þyrfti að sitja uppi með allan skaðann þar sem hann á forgangskröfu í þrotabú BM-Vallár. Þá segir Ásgeir Lárusson, forstjóri Sjóvár, að í ljósi breyttra forsenda frá því það var gert upp síðasta sumar verði mál Jóhanns tekið upp að nýju innan skamms. Jóhann er fluttur til Noregs og starfar þar sem bílstjóri á steypubíl. Hann segir starfsorku sína töluvert skerta eftir slysið og þykir leitt að geta ekki verið til sjós eins og hann var mikið áður. Taka skal fram að BM-Vallá varð gjaldþrota og fyrirtæki sem starfar undir sama nafni í dag er ótengt rekstri gamla félagsins.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira