Aston Villa jafnaði gegn Chelsea í uppbótartíma Elvar Geir Magnússon skrifar 2. janúar 2011 15:35 Það var mikil dramatík á lokamínútunum í viðureign Chelsea og Aston Villa í dag. Leikurinn endaði með jafntefli 3-3 þar sem Ciaran Clark jafnaði fyrir Villa í uppbótartíma en skömmu áður hélt John Terry að hann hafi verið að skora sigurmarkið í leiknum. Eftir þessi úrslit er Chelsea áfram í fimmta sætinu, nú með 35 stig. Aston Villa er í fimmtánda sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Aston Villa byrjaði leikinn betur en fékk kalda vatnsgusu þegar dómarinn Lee Mason dæmdi Chelsea vítaspyrnu. Hann taldi að James Collins hefði brotið á Florent Malouda en dómurinn var verulega strangur og skiljanlega mótmæltu leikmenn Villa harðlega. En það þýðir víst ekki að deila við dómarann og Frank Lampard skoraði úr vítinu. Mason var mikið í sviðsljósinu og veifaði gulum spjöldum villt og galið í fyrri hálfleiknum. Hann dæmdi svo aðra vítaspyrnu á 41. mínútu en að þessu sinni voru það gestirnir sem fengu hana. Paulo Ferreira gerði slæm mistök og á endanum braut Michael Essien af sér og réttilega var dæmt víti. Ashley Young tók vítið og skoraði af öryggi. Á 47. mínútu tók Villa svo forystuna þegar Emile Heskey skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Stewart Downing. Við þetta mark setti Chelsea í næsta gír og sótti stíft á meðan Villa var með alla sína menn á sínum vallarhelmingi. Pressa Chelsea skilaði jöfnunarmarki á 84. mínútu þegar boltinn barst á Didier Drogba í teignum og hann skoraði úr nokkuð þröngu færi. Á 89. mínútu tókst Chelsea svo að komast yfir þegar varnarmaðurinn John Terry skoraði. Heimamenn héldu að Terry væri að tryggja þeim stigin þrjú og brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á Stamford Bridge. Leikmenn Chelsea hópuðust í kringum knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti. En fögnuðurinn stóð ekki lengi yfir. Þeir bláklæddu voru greinilega búnir að missa einbeitinguna og hinn ungi Ciaran Clark, 21. árs, var einn og óvaldaður í teignum í uppbótartíma og skoraði eftir sendingu frá Marc Albrighton. Bæði lið hefðu svo getað skorað sigurmark á þeim sekúndum sem eftir voru en ekki tókst það og úrslitin jafntefli 3-3. Enski boltinn Skroll-Íþróttir Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Það var mikil dramatík á lokamínútunum í viðureign Chelsea og Aston Villa í dag. Leikurinn endaði með jafntefli 3-3 þar sem Ciaran Clark jafnaði fyrir Villa í uppbótartíma en skömmu áður hélt John Terry að hann hafi verið að skora sigurmarkið í leiknum. Eftir þessi úrslit er Chelsea áfram í fimmta sætinu, nú með 35 stig. Aston Villa er í fimmtánda sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Aston Villa byrjaði leikinn betur en fékk kalda vatnsgusu þegar dómarinn Lee Mason dæmdi Chelsea vítaspyrnu. Hann taldi að James Collins hefði brotið á Florent Malouda en dómurinn var verulega strangur og skiljanlega mótmæltu leikmenn Villa harðlega. En það þýðir víst ekki að deila við dómarann og Frank Lampard skoraði úr vítinu. Mason var mikið í sviðsljósinu og veifaði gulum spjöldum villt og galið í fyrri hálfleiknum. Hann dæmdi svo aðra vítaspyrnu á 41. mínútu en að þessu sinni voru það gestirnir sem fengu hana. Paulo Ferreira gerði slæm mistök og á endanum braut Michael Essien af sér og réttilega var dæmt víti. Ashley Young tók vítið og skoraði af öryggi. Á 47. mínútu tók Villa svo forystuna þegar Emile Heskey skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Stewart Downing. Við þetta mark setti Chelsea í næsta gír og sótti stíft á meðan Villa var með alla sína menn á sínum vallarhelmingi. Pressa Chelsea skilaði jöfnunarmarki á 84. mínútu þegar boltinn barst á Didier Drogba í teignum og hann skoraði úr nokkuð þröngu færi. Á 89. mínútu tókst Chelsea svo að komast yfir þegar varnarmaðurinn John Terry skoraði. Heimamenn héldu að Terry væri að tryggja þeim stigin þrjú og brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á Stamford Bridge. Leikmenn Chelsea hópuðust í kringum knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti. En fögnuðurinn stóð ekki lengi yfir. Þeir bláklæddu voru greinilega búnir að missa einbeitinguna og hinn ungi Ciaran Clark, 21. árs, var einn og óvaldaður í teignum í uppbótartíma og skoraði eftir sendingu frá Marc Albrighton. Bæði lið hefðu svo getað skorað sigurmark á þeim sekúndum sem eftir voru en ekki tókst það og úrslitin jafntefli 3-3.
Enski boltinn Skroll-Íþróttir Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti