GusGus hafnar því að of margir miðar hafi verið seldir 20. júní 2011 15:42 Frá tónleikunum á laugardagskvöldið Mynd/Sigurjón Ragnar GusGus hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings RÚV um að fyrir mistök hafi of margir miðar verið seldir á tónleika hljómsveitarinnar á Nasa á laugardaginn. Hljómsveitin segir að það sé einfaldlega rangt, miðasalan hafi verið gerð í fullu samráði við Nasa og samræmdist þeirra kröfum um þann fjölda forsölumiða sem í boði skyldi vera. „Þetta voru hins vegar frekar óhefðbundnir tónleikar hjá GusGus. Það er ekki hefð fyrir því að GusGus spili á Nasa kl. 20:00. Þannig að tvennir tónleikar á sama kvöldi, ollu einhverjum misskilningi hjá tónleikagestum. Einhverjir þeir sem voru með miða kl. 20:00 komust fyrir mistök inn á seinni tónleikana. Einnig var eitthvað um að fólk tækist að smygla sér inn á tónleikanna án þess að hafa keypt sér miða og voru til þess notuð ýmis óhefðbundin meðul," segir í yfirlýsingunni. „Því skapaðist ákveðið ástand fyrir utan sem olli því að einhverjir urðu frá að hverfa en flestir komust þó inn eftir smá bið. Ekki var hægt að gera neinar málamiðlanir með öryggi gesta og því var á tímabili ekki hægt að bæta við fleiri gestum í húsið. Hverjum sem um þetta er að kenna, þá harma Jón Jónsson og GusGus þessi mistök og hafa ákveðið að endurgreiða alla ónýtta miða, bjóða viðkomandi ókeypis inn á næstu tónleika hljómsveitarinnar ásamt því að opna fyrir niðurhal á GusGus plötu að eigin vali. Þetta var leiðindaratvik en það sem vonandi mun standa upp úr eru tvennir hreint út sagt ótrúlegir tónleikar og er hljómsveitin hrærð og þakklát yfir móttökunum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
GusGus hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings RÚV um að fyrir mistök hafi of margir miðar verið seldir á tónleika hljómsveitarinnar á Nasa á laugardaginn. Hljómsveitin segir að það sé einfaldlega rangt, miðasalan hafi verið gerð í fullu samráði við Nasa og samræmdist þeirra kröfum um þann fjölda forsölumiða sem í boði skyldi vera. „Þetta voru hins vegar frekar óhefðbundnir tónleikar hjá GusGus. Það er ekki hefð fyrir því að GusGus spili á Nasa kl. 20:00. Þannig að tvennir tónleikar á sama kvöldi, ollu einhverjum misskilningi hjá tónleikagestum. Einhverjir þeir sem voru með miða kl. 20:00 komust fyrir mistök inn á seinni tónleikana. Einnig var eitthvað um að fólk tækist að smygla sér inn á tónleikanna án þess að hafa keypt sér miða og voru til þess notuð ýmis óhefðbundin meðul," segir í yfirlýsingunni. „Því skapaðist ákveðið ástand fyrir utan sem olli því að einhverjir urðu frá að hverfa en flestir komust þó inn eftir smá bið. Ekki var hægt að gera neinar málamiðlanir með öryggi gesta og því var á tímabili ekki hægt að bæta við fleiri gestum í húsið. Hverjum sem um þetta er að kenna, þá harma Jón Jónsson og GusGus þessi mistök og hafa ákveðið að endurgreiða alla ónýtta miða, bjóða viðkomandi ókeypis inn á næstu tónleika hljómsveitarinnar ásamt því að opna fyrir niðurhal á GusGus plötu að eigin vali. Þetta var leiðindaratvik en það sem vonandi mun standa upp úr eru tvennir hreint út sagt ótrúlegir tónleikar og er hljómsveitin hrærð og þakklát yfir móttökunum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira