Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 12:59 Stöðug virkni er í gosinu og gýs nú á þremur stöðum. Hraunrennslið er aðallega í vestur framhjá Bláa Lóninu en angar úr því stefna til norðurs. vísir/Vilhelm Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. „Njarðvíkuræðin hefur haldið og fergjun á lögninni hefur greinilega haldið en auðvitað hefur fólk samt áhyggjur af öllum hitanum sem liggur yfir henni. Það er hiti og rafmagn sem við erum helst að horfa á og þess vegna erum við í góðu sambandi og samráði við orkufyrirtækin,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hraun rann í gærmorgun yfir lögnina sem var sérstaklega varin eftir síðasta gos en þá brast hún með tilfallandi heitavatnsleysi á Suðurnesjum. Hjördís bendir íbúum á svæðinu á leiðbeiningar frá orkufyrirtækjum. Gott sé að vera við öllu búin. Ómögulegt sé að segja hvað lögnin þoli. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Vilhelm „Þröskuldurinn er kannski eitthvað sem enginn veit. Ég efast um að þetta hafi gerst einhvers staðar í heiminum, eða að minnsta kosti ekki á Íslandi. Það er óhætt að segja að það sé áhyggjuefni að það sé svona mikill hiti yfir lögninni og enginn getur vitað nákvæmlega hversu lengi hún heldur en eins og staðan er núna heldur hún. Og við vonumst til að það sé framtíðin, að við getum gert þetta svona.“ Þó nokkrum fjölda var vísað frá gossvæðinu í nótt og björgunarsveitir voru kallaðar til vegna þess. Hjördís bendir á gasmengun sé á svæðinu auk þess sem þar er ískalt og gönguleiðir ekki til staðar. Hægt sé að finna sér stað til að sjá gosið úr meiri fjarlægð. Björgunarsveitir voru kallaðar til vegna ferðamanna sem voru í hrauninu nærri gosinu í nótt.vísir/vilhelm Hvar var fólkið sem björgunarsveitir voru að hafa afskipti af? „Það var bara þarna í hrauninu og að reyna finna sér leið nálægt eldgosinu. Þetta er auðvitað ekki eins og tónleikahöll þar sem hægt er að loka inngöngum. Við erum að fara um náttúruna og þetta er opið svæði þannig fólk finnur sér sínar leiðir. Svo var náttúrulega þarna ein rúta sem mætti með ferðamenn en það eru tilmæli um að vera ekki á staðnum og það er ástæða fyrir því.“ Lokað er fyrir almennt aðgengi að Grindavík en lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilaði í gær íbúum að heim og fyrirtækjum að starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra, var gist í um tuttugu húsum í nótt. Hjördís segir fólk á eigin ábyrgð líkt og ítrekað hafi komið fram í leiðbeiningum lögreglustjórans. „Hann er með ýmis tilmæli sem maður hvetur fólk til að kynna sér. En eins og við vitum öll eru Grindvíkingar orðnir ýmsu vanir og þekkja orðið aðstæður,“ segir Hjördís. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Lögreglumál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Njarðvíkuræðin hefur haldið og fergjun á lögninni hefur greinilega haldið en auðvitað hefur fólk samt áhyggjur af öllum hitanum sem liggur yfir henni. Það er hiti og rafmagn sem við erum helst að horfa á og þess vegna erum við í góðu sambandi og samráði við orkufyrirtækin,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hraun rann í gærmorgun yfir lögnina sem var sérstaklega varin eftir síðasta gos en þá brast hún með tilfallandi heitavatnsleysi á Suðurnesjum. Hjördís bendir íbúum á svæðinu á leiðbeiningar frá orkufyrirtækjum. Gott sé að vera við öllu búin. Ómögulegt sé að segja hvað lögnin þoli. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Vilhelm „Þröskuldurinn er kannski eitthvað sem enginn veit. Ég efast um að þetta hafi gerst einhvers staðar í heiminum, eða að minnsta kosti ekki á Íslandi. Það er óhætt að segja að það sé áhyggjuefni að það sé svona mikill hiti yfir lögninni og enginn getur vitað nákvæmlega hversu lengi hún heldur en eins og staðan er núna heldur hún. Og við vonumst til að það sé framtíðin, að við getum gert þetta svona.“ Þó nokkrum fjölda var vísað frá gossvæðinu í nótt og björgunarsveitir voru kallaðar til vegna þess. Hjördís bendir á gasmengun sé á svæðinu auk þess sem þar er ískalt og gönguleiðir ekki til staðar. Hægt sé að finna sér stað til að sjá gosið úr meiri fjarlægð. Björgunarsveitir voru kallaðar til vegna ferðamanna sem voru í hrauninu nærri gosinu í nótt.vísir/vilhelm Hvar var fólkið sem björgunarsveitir voru að hafa afskipti af? „Það var bara þarna í hrauninu og að reyna finna sér leið nálægt eldgosinu. Þetta er auðvitað ekki eins og tónleikahöll þar sem hægt er að loka inngöngum. Við erum að fara um náttúruna og þetta er opið svæði þannig fólk finnur sér sínar leiðir. Svo var náttúrulega þarna ein rúta sem mætti með ferðamenn en það eru tilmæli um að vera ekki á staðnum og það er ástæða fyrir því.“ Lokað er fyrir almennt aðgengi að Grindavík en lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilaði í gær íbúum að heim og fyrirtækjum að starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra, var gist í um tuttugu húsum í nótt. Hjördís segir fólk á eigin ábyrgð líkt og ítrekað hafi komið fram í leiðbeiningum lögreglustjórans. „Hann er með ýmis tilmæli sem maður hvetur fólk til að kynna sér. En eins og við vitum öll eru Grindvíkingar orðnir ýmsu vanir og þekkja orðið aðstæður,“ segir Hjördís.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Lögreglumál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira