Innlent

Vilja að embætti umboðsmanns Alþingis verði stjórnarskrárbundið

Mynd úr safni
B-nefnd Stjórnlagaráðs kynnti nýjan kafla um sveitarfélög í stjórnarskrá á 13. ráðsfundi. Þar er lagt til að stjórnarskrárbinda svokallaða nálægðarreglu, en hún kveður á um að þeir þættir opinberrar þjónustu sem betur þykir fyrir komið í héraði skuli vera á hendi sveitarfélaga.

Lagt er til nýmæli um rétt íbúa sveitarfélags til að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess og kveðið er á um beina samráðsskyldu, við sveitarstjórnir og samtök þeirra, við undirbúning lagasetningar sem varðar málefni sveitarfélaga.

Loks leggur nefndin til að embætti umboðsmanns Alþingis verði stjórnarskrárbundið.

Hægt er að gera athugasemdir við allar tillögur Stjórnlagaráðs í áfangaskjali  á vefsíðunni stjornlagarad.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×