Á rúmstokknum: Flugeldasýningar og raunveruleikinn Sigga Dögg skrifar 27. janúar 2011 09:00 Hæ, ég er með eina skrítna spurningu. Ég er búin að vera á föstu í næstum tvö ár og stunda reglulegt kynlíf. Ég er 21 árs og þó mér finnist gaman að vera með kærasta mínum þá hef ég aldrei fengið fullnægingu. Miðað við spjall sem ég hef átt við vinkonur mínar þá er ég farin að halda að það sé eitthvað að mér. Getur verið að sumar konur fái bara ekki fullnægingu? Svar: Þetta er alls ekki skrítin spurning, síður en svo. Í raun er spurningin heldur flókin og krefur þig um smá sjálfsskoðun. Það er afar umdeilt innan kynfræðinnar hvort til séu konur sem hreinlega geta ekki fengið fullnægingu, gefið að lífeðlislega sé allt fyrir hendi og í góðu lagi. Ég ætla því að ganga út frá því að þú getir fengið fullnægingu. Það er nokkuð algengt að ungar stúlkur hafi ekki lært á líkama sinn (staðsetning á sníp er mjög mikilvæg þekking) og kunni því ekki að fullnægja sjálfum sér. Það er því mjög mikilvægt að þú skoðir líkama þinn og kynfæri og prófir þig áfram í að finna út hvað vekur hjá þér unað. Þetta hljómar ef til vill klisjukennt, en svona er þetta bara, þú ein getur stýrt ferðinni og sjálfsfróun er svarið. Ekki láta það draga úr þér ef það tekur smá tíma að fá fullnægingu því ferðalagið er það sem skiptir máli til að komast á áfangastaðinn. Annað sem er mikilvægt að spá í er að ef heilinn er ekki með og þú ekki í stuði þá getur verið nánast ómögulegt að verða kynferðislega æst og fullnægð. Það er því fyrsta skrefið. Þá að sambandinu. Það er mjög algengt að konur geri sér upp fullnægingar með alls kyns stunum og öðru látbragði. Nú spyr ég mig hvernig það er í þínu sambandi? Veit kærasti þinn að þú ert ófullnægð eða gengur hann bara út frá því að allt sé sem skyldi? Hér reynir á samskipti ykkar. Þú þarft að vita hvað þér þykir gott og geta beðið um það. Svo er það annað. Fæstar konur geta fengið fullnægingu með beinum samförum. Flestar þurfa að láta örva snípinn með munnmökum fyrir eða samhliða samförum og svo með fingri eða titrara samhliða samförum. Sú umræða að til séu alls konar tegundir fullnæginga er oft á villigötum og hjálpar fáum. Snípurinn var hannaður fyrir það eitt að fullnægja og því þarf að örva hann. Það getur þú gert sjálf eða fengið kærastann með þér í lið. Að lokum langar mig að koma aðeins inn á samræður ykkar vinkvennanna. Oft hefur fullnægingum verið lýst á mjög dramatískan hátt og þeim líkt við sprengingu sem fer um líkamann og sé eitt það undursamlegasta í veröldinni. Ekki misskilja mig, fullnægingar geta verið svakalega góðar en þær endast aðeins í nokkrar sekúndur og geta verið miskröftugar og því misfrábærar. Sumar fullnægingar komast á Richter-skalann en aðrar eru bara eins og hnerri. Þá eru fullyrðingar um raðfullnægingar og kynlíf sem endist í margar klukkustundir eitthvað ýkt og má stundum deila í slíkar sögur með þremur. Þess háttar sögur ættu því alls ekki að vekja hjá þér minnimáttarkennd. Hættu nú að lesa og farðu að njóta alls þess sem kynlíf hefur upp á að bjóða! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sigga Dögg Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hæ, ég er með eina skrítna spurningu. Ég er búin að vera á föstu í næstum tvö ár og stunda reglulegt kynlíf. Ég er 21 árs og þó mér finnist gaman að vera með kærasta mínum þá hef ég aldrei fengið fullnægingu. Miðað við spjall sem ég hef átt við vinkonur mínar þá er ég farin að halda að það sé eitthvað að mér. Getur verið að sumar konur fái bara ekki fullnægingu? Svar: Þetta er alls ekki skrítin spurning, síður en svo. Í raun er spurningin heldur flókin og krefur þig um smá sjálfsskoðun. Það er afar umdeilt innan kynfræðinnar hvort til séu konur sem hreinlega geta ekki fengið fullnægingu, gefið að lífeðlislega sé allt fyrir hendi og í góðu lagi. Ég ætla því að ganga út frá því að þú getir fengið fullnægingu. Það er nokkuð algengt að ungar stúlkur hafi ekki lært á líkama sinn (staðsetning á sníp er mjög mikilvæg þekking) og kunni því ekki að fullnægja sjálfum sér. Það er því mjög mikilvægt að þú skoðir líkama þinn og kynfæri og prófir þig áfram í að finna út hvað vekur hjá þér unað. Þetta hljómar ef til vill klisjukennt, en svona er þetta bara, þú ein getur stýrt ferðinni og sjálfsfróun er svarið. Ekki láta það draga úr þér ef það tekur smá tíma að fá fullnægingu því ferðalagið er það sem skiptir máli til að komast á áfangastaðinn. Annað sem er mikilvægt að spá í er að ef heilinn er ekki með og þú ekki í stuði þá getur verið nánast ómögulegt að verða kynferðislega æst og fullnægð. Það er því fyrsta skrefið. Þá að sambandinu. Það er mjög algengt að konur geri sér upp fullnægingar með alls kyns stunum og öðru látbragði. Nú spyr ég mig hvernig það er í þínu sambandi? Veit kærasti þinn að þú ert ófullnægð eða gengur hann bara út frá því að allt sé sem skyldi? Hér reynir á samskipti ykkar. Þú þarft að vita hvað þér þykir gott og geta beðið um það. Svo er það annað. Fæstar konur geta fengið fullnægingu með beinum samförum. Flestar þurfa að láta örva snípinn með munnmökum fyrir eða samhliða samförum og svo með fingri eða titrara samhliða samförum. Sú umræða að til séu alls konar tegundir fullnæginga er oft á villigötum og hjálpar fáum. Snípurinn var hannaður fyrir það eitt að fullnægja og því þarf að örva hann. Það getur þú gert sjálf eða fengið kærastann með þér í lið. Að lokum langar mig að koma aðeins inn á samræður ykkar vinkvennanna. Oft hefur fullnægingum verið lýst á mjög dramatískan hátt og þeim líkt við sprengingu sem fer um líkamann og sé eitt það undursamlegasta í veröldinni. Ekki misskilja mig, fullnægingar geta verið svakalega góðar en þær endast aðeins í nokkrar sekúndur og geta verið miskröftugar og því misfrábærar. Sumar fullnægingar komast á Richter-skalann en aðrar eru bara eins og hnerri. Þá eru fullyrðingar um raðfullnægingar og kynlíf sem endist í margar klukkustundir eitthvað ýkt og má stundum deila í slíkar sögur með þremur. Þess háttar sögur ættu því alls ekki að vekja hjá þér minnimáttarkennd. Hættu nú að lesa og farðu að njóta alls þess sem kynlíf hefur upp á að bjóða!
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar